Access Hollywood svarar Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2017 17:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmenn Access Hollywood hafa sent frá sér skýr skilaboð vegna fregna um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið því fram að myndband sem birt var fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, væri í raun falsað. Trump mun hafa sagt þingmanni og ráðgjafa sínum að myndbandið væri ekki raunverulegt, samkvæmt frétt New York Times.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum „Við skulum hafa það á hreinu. Myndbandið er raunverulegt. Munið eftir afsökuninni hans á þeim tíma um að þetta hefði verið „búningsklefaspjall“. Hann sagði öll þessi orð,“ sagði kynnirinn Natalie Morales á Access Hollywood. TRUMP: The "Access Hollywood" tape might be fakeACCESS HOLLYWOOD: What you talkin' 'bout Willis? pic.twitter.com/EOFtO26czr— Judd Legum (@JuddLegum) November 28, 2017 Sarah Huckabee Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, vildi í gær ekki neita því að Trump teldi myndbandið vera falsað. Jafnvel þó hann hefði upprunalega viðurkennt að það væri raunverulegt og jafnvel beðist afsökunar. Eftir að myndbandið var birt í fyrra, stigu margar konur fram og sökuðu Trump um kynferðisbrot og áreitni. Hann hefur sagt að þær séu allar að ljúga og hótaði jafnvel að lögsækja þær, án þess að fylgja hótuninni eftir. Nú er forsetinn sagður hafa haldið því fram að viðbrögðin við ásökunum gegn Roy Moore, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, og ásakanirnar sjálfar séu svipaðar og ásakanir konanna gegn Trump eftir að myndbandið var birt. Roy Moore hefur verið sakaður um að eltast við táningsstúlkur þegar hann var á þrítugsaldri og um að hafa reynt að nauðga minnst einni þeirra. Honum var á sínum tíma meinað að koma inn í verslunarmiðstöð í Alabama vegna hegðunnar sinnar. Margar konur hafa stigið fram gegn Moore, sem segir einnig að þær séu að ljúga. “How do you apologize for something and then renege on it?” - Arianne Zucker, who appeared in the "Access Hollywood" tape reacts to reports of Trump questioning its authenticity https://t.co/hXLaGiktCa https://t.co/VARP7ztrbR— Anderson Cooper 360° (@AC360) November 28, 2017 Donald Trump Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Starfsmenn Access Hollywood hafa sent frá sér skýr skilaboð vegna fregna um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi haldið því fram að myndband sem birt var fyrir kosningarnar í fyrra, þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar á konum“ í skjóli frægðar sinnar, væri í raun falsað. Trump mun hafa sagt þingmanni og ráðgjafa sínum að myndbandið væri ekki raunverulegt, samkvæmt frétt New York Times.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum „Við skulum hafa það á hreinu. Myndbandið er raunverulegt. Munið eftir afsökuninni hans á þeim tíma um að þetta hefði verið „búningsklefaspjall“. Hann sagði öll þessi orð,“ sagði kynnirinn Natalie Morales á Access Hollywood. TRUMP: The "Access Hollywood" tape might be fakeACCESS HOLLYWOOD: What you talkin' 'bout Willis? pic.twitter.com/EOFtO26czr— Judd Legum (@JuddLegum) November 28, 2017 Sarah Huckabee Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, vildi í gær ekki neita því að Trump teldi myndbandið vera falsað. Jafnvel þó hann hefði upprunalega viðurkennt að það væri raunverulegt og jafnvel beðist afsökunar. Eftir að myndbandið var birt í fyrra, stigu margar konur fram og sökuðu Trump um kynferðisbrot og áreitni. Hann hefur sagt að þær séu allar að ljúga og hótaði jafnvel að lögsækja þær, án þess að fylgja hótuninni eftir. Nú er forsetinn sagður hafa haldið því fram að viðbrögðin við ásökunum gegn Roy Moore, frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, og ásakanirnar sjálfar séu svipaðar og ásakanir konanna gegn Trump eftir að myndbandið var birt. Roy Moore hefur verið sakaður um að eltast við táningsstúlkur þegar hann var á þrítugsaldri og um að hafa reynt að nauðga minnst einni þeirra. Honum var á sínum tíma meinað að koma inn í verslunarmiðstöð í Alabama vegna hegðunnar sinnar. Margar konur hafa stigið fram gegn Moore, sem segir einnig að þær séu að ljúga. “How do you apologize for something and then renege on it?” - Arianne Zucker, who appeared in the "Access Hollywood" tape reacts to reports of Trump questioning its authenticity https://t.co/hXLaGiktCa https://t.co/VARP7ztrbR— Anderson Cooper 360° (@AC360) November 28, 2017
Donald Trump Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira