Sjálfstæðismenn jákvæðir um stjórnarsáttmála Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2017 16:15 Bryndís tekur nýjum stjórnarsáttmála opnum örmum. Vísir/Vilhelm Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman. Kosningar 2017 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Almenn jákvæð stemming var á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins á fundi þeirra þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í dag, að sögn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns flokksins. Hún segist bjartsýn en sáttmálinn endurspegli að nauðsynlegt sé að gera málamiðlanir. Enn ríkir trúnaður um efni stjórnarsáttmálans en Bryndís segir að hann verði líklega kynntur á blaðmannafundi ef flokkarnir samþykkja samstarfið. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um það nú kl. 16:30. Flokksráð Vinstri grænna fundar kl. 17 og framsóknarmenn funda í sínum ranni kl. 20. „Ég held að það sé almennt jákvæð stemming. Við áttum okkur á því að það þarf auðvitað alltaf málamiðlanir við svona vinnu. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar ákveðna málamiðlun á milla flokkanna en heilt yfir held ég að við séum bara sátt við þessa vinnu,“ segir Bryndís sem vonar að flokksráðið samþykki sáttmálann. Fyrirhugað samstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur ekki verið óumdeilt. Þannig greiddu tveir þingmenn Vinstri grænna atkvæði gegn því að ráðast í viðræðurnar. „Ég er bjartsýn á það en auðvitað þarf málamiðlanir. Pólitík snýst líka um málamiðlanir, það er bara þannig. Úrslit þessara kosninga eru auðvitað með þeim hætti að það var ljóst að það væru engin einföld skilaboð. Þetta virðist ætla að verða niðurstaðan og mér hugnast hún bara vel,“ segir Bryndís spurð að því hvort að erfitt verði fyrir þessa flokka að vinna saman.
Kosningar 2017 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira