Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 09:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í morgun. vísir/vilhelm Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30