Ræddi við Samfylkinguna um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en því var hafnað Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. nóvember 2017 13:28 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur til þingflokksfundar í morgun. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir Samfylkinguna hafa hafnað að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þannig sé það nú til skoðunar hjá Vinstri grænum hvort einhver flötur sé á samstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki en þau samtöl séu enn á óformlegu stigi. Undanfarna dagi hafi í raun allir verið að tala við alla. „Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum þá að horfa á það hvort að það sé einhver flötur á að ræða þá við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi þannig að í raun heldur það bara áfram,“ sagði Katrín eftir þingflokksfund VG í morgun. Varðandi óformlegar viðræður flokksins við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sagði Katrín: „Staðan á því máli er í raun og veru sú að við erum að eiga samtöl. Þau samtöl munu halda áfram í dag, það er ekki komið á neitt stig formlegra viðræðna heldur eru bara forsvarsmenn þessara flokka að tala saman.“ Þá væru þær óformlegu viðræður ekki komnar á það stig að flokkarnir séu farnir að raða upp þeim málefnum sem þeir gætu sameinast um. Katrín sagðist jafnframt ekki eiga von á því að einhver af flokksformönnunum þremur fari á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafi fundað í morgun og rætt möguleika á samstarfi bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Píratar og Samfylking vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður að nýju við Vinstri græn og Framsóknarflokk og taka Viðreisn nú með í þær viðræður. Þannig er kominn annar valkostur fyrir Katrínu og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og þá vinstra megin við miðju. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir Samfylkinguna hafa hafnað að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þannig sé það nú til skoðunar hjá Vinstri grænum hvort einhver flötur sé á samstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki en þau samtöl séu enn á óformlegu stigi. Undanfarna dagi hafi í raun allir verið að tala við alla. „Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum þá að horfa á það hvort að það sé einhver flötur á að ræða þá við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi þannig að í raun heldur það bara áfram,“ sagði Katrín eftir þingflokksfund VG í morgun. Varðandi óformlegar viðræður flokksins við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sagði Katrín: „Staðan á því máli er í raun og veru sú að við erum að eiga samtöl. Þau samtöl munu halda áfram í dag, það er ekki komið á neitt stig formlegra viðræðna heldur eru bara forsvarsmenn þessara flokka að tala saman.“ Þá væru þær óformlegu viðræður ekki komnar á það stig að flokkarnir séu farnir að raða upp þeim málefnum sem þeir gætu sameinast um. Katrín sagðist jafnframt ekki eiga von á því að einhver af flokksformönnunum þremur fari á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafi fundað í morgun og rætt möguleika á samstarfi bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Píratar og Samfylking vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður að nýju við Vinstri græn og Framsóknarflokk og taka Viðreisn nú með í þær viðræður. Þannig er kominn annar valkostur fyrir Katrínu og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og þá vinstra megin við miðju.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45