Varðandi Robert Marshall Guðmundur Steingrímsson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Einkenni á fallegu og góðu samfélagi finnst mér vera þetta: Allar manneskjur geta verið þær sjálfar, notið hæfileika sinna, dugnaðar og ástríðu. Fólk getur fundið sér sinn farveg og átt innihaldsríkt líf á sínum forsendum. Allar manneskjur eiga að fá tækifæri, helst fullt af tækifærum, til að gera það sem þær eru bestar í. Það er frábært samfélag. Af fjölmörgum ástæðum er þetta ekki auðvelt markmið. Margt getur gert það að verkum að manneskja nýtur sín ekki. Það breytir hins vegar ekki því, að hið pólitíska markmið á alltaf að vera þetta: Að búa til svona samfélag. Pólitíkusar verða að toga samfélagið sem mest í þessa átt.Hommahatarinn Sumir vinna gegn þessu. Hommahatarinn Robert Marshall er óvinur hins opna, fjölbreytta og fallega samfélags. Robert Gerald Marshall, kallaður Bob, er yfirlýstur hommahatari og hefur byggt sína setu á fylkisþinginu í Virginíu á hommahatri um langt árabil. Hann var í fréttum í vikunni vegna þess að hann tapaði blessunarlega fyrir transkonunni Danicu Roem í kosningum til þingsins. Roem varð þannig fyrsta yfirlýsta transkonan til þess að hljóta kosningu til þings í Bandaríkjunum. Og af hverju er það mikilvægt? Jú, vegna þess að hin ömurlega pólitík Roberts Marshalls vinnur gegn þessu markmiði sem á að vera markmið allrar pólitíkur: Að búa til samfélag þar sem fólk getur verið það sjálft og notið sín, óhindrað. Sigur Roem er stórt skref í áttina að svoleiðis samfélagi. Önnur merkileg skref voru til dæmis þau að blökkukona varð borgarstjóri í fyrsta skipti. Og síki. Það er raunar ótrúlegt að svona hlutir skuli vera að gerast í fyrsta skipti þar vestur frá, en svona er baráttan komin skammt á veg. Á sama tíma hafa skref verið stigin afturábak hér á landi: Konum fækkaði á Alþingi. Það er skandall. Og innflytjendum.Hin eilífa barátta Þetta eru öflin sem eigast við, á Íslandi og út um allan heim: Fjölbreytni gegn einsleitni. Frelsi gegn bælingu. Frjálslyndi gegn múrum og þöggunum. Robert Marshall er víða og hans hatursáróður gegn fólki sem er öðruvísi en hann sjálfur. Til eru merkar úttektir á því hvernig stjórnmálasaga nútímans fjallar fyrst og fremst um baráttu þessara tveggja afla: Hins opna og víðsýna samfélags gegn hinu bælda og lokaða. Lýðræði gegn einræði. Um þau gildi var síðari heimsstyrjöldin háð. Haturs- og einræðisöfl voru þar höfð undir af lýðræðis- og frjálslyndisöflum. Enn í dag er þetta höfuðás stjórnmálanna, sem flest hverfist um. Hann birtist í stórum og smáum deilumálum. Í Bandaríkjunum er allt á fullu í þeim efnum. Myndin af Juli Briskman að gefa bílalest Donalds Trumps fingurinn í byrjun vikunnar mun fara í sögubækurnar. Fátt er jafnáhrifamikið og andóf hins frjálsa anda gegn yfirgangi og hrottaskap. Stundum þarf að gefa mönnum eins og Trump og Robert Marshall fingurinn.Játning í lokin Ég hef einstaklega gaman af því, í hrollköldu tíðindaleysi skammdegisins, að birta þessa grein af tvennum orsökum: 1) Til að tala um samfélagið eins og það birtist mér og 2) til að nýta það dauðafæri mér til skemmtunar sem skapaðist við það að hommahatarinn Robert Marshall skuli vera nafni vinar míns Róberts Marshalls. Ég hef hlegið að því alla vikuna. Það segir jú ákveðna jákvæða hluti um nærumhverfi mitt, að tilhugsunin um Róbert Marshall sem yfirlýstan hommahatara skuli vera sprenghlægileg fásinna. Ég vil nota þetta einstaka tækifæri til að segja að lokum, í nafni hugsjónarinnar um sigur umburðarlyndis og hinna frjálslyndu gilda, af heilum hug og af öllu hjarta: Þegi þú Robert Marshall. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Einkenni á fallegu og góðu samfélagi finnst mér vera þetta: Allar manneskjur geta verið þær sjálfar, notið hæfileika sinna, dugnaðar og ástríðu. Fólk getur fundið sér sinn farveg og átt innihaldsríkt líf á sínum forsendum. Allar manneskjur eiga að fá tækifæri, helst fullt af tækifærum, til að gera það sem þær eru bestar í. Það er frábært samfélag. Af fjölmörgum ástæðum er þetta ekki auðvelt markmið. Margt getur gert það að verkum að manneskja nýtur sín ekki. Það breytir hins vegar ekki því, að hið pólitíska markmið á alltaf að vera þetta: Að búa til svona samfélag. Pólitíkusar verða að toga samfélagið sem mest í þessa átt.Hommahatarinn Sumir vinna gegn þessu. Hommahatarinn Robert Marshall er óvinur hins opna, fjölbreytta og fallega samfélags. Robert Gerald Marshall, kallaður Bob, er yfirlýstur hommahatari og hefur byggt sína setu á fylkisþinginu í Virginíu á hommahatri um langt árabil. Hann var í fréttum í vikunni vegna þess að hann tapaði blessunarlega fyrir transkonunni Danicu Roem í kosningum til þingsins. Roem varð þannig fyrsta yfirlýsta transkonan til þess að hljóta kosningu til þings í Bandaríkjunum. Og af hverju er það mikilvægt? Jú, vegna þess að hin ömurlega pólitík Roberts Marshalls vinnur gegn þessu markmiði sem á að vera markmið allrar pólitíkur: Að búa til samfélag þar sem fólk getur verið það sjálft og notið sín, óhindrað. Sigur Roem er stórt skref í áttina að svoleiðis samfélagi. Önnur merkileg skref voru til dæmis þau að blökkukona varð borgarstjóri í fyrsta skipti. Og síki. Það er raunar ótrúlegt að svona hlutir skuli vera að gerast í fyrsta skipti þar vestur frá, en svona er baráttan komin skammt á veg. Á sama tíma hafa skref verið stigin afturábak hér á landi: Konum fækkaði á Alþingi. Það er skandall. Og innflytjendum.Hin eilífa barátta Þetta eru öflin sem eigast við, á Íslandi og út um allan heim: Fjölbreytni gegn einsleitni. Frelsi gegn bælingu. Frjálslyndi gegn múrum og þöggunum. Robert Marshall er víða og hans hatursáróður gegn fólki sem er öðruvísi en hann sjálfur. Til eru merkar úttektir á því hvernig stjórnmálasaga nútímans fjallar fyrst og fremst um baráttu þessara tveggja afla: Hins opna og víðsýna samfélags gegn hinu bælda og lokaða. Lýðræði gegn einræði. Um þau gildi var síðari heimsstyrjöldin háð. Haturs- og einræðisöfl voru þar höfð undir af lýðræðis- og frjálslyndisöflum. Enn í dag er þetta höfuðás stjórnmálanna, sem flest hverfist um. Hann birtist í stórum og smáum deilumálum. Í Bandaríkjunum er allt á fullu í þeim efnum. Myndin af Juli Briskman að gefa bílalest Donalds Trumps fingurinn í byrjun vikunnar mun fara í sögubækurnar. Fátt er jafnáhrifamikið og andóf hins frjálsa anda gegn yfirgangi og hrottaskap. Stundum þarf að gefa mönnum eins og Trump og Robert Marshall fingurinn.Játning í lokin Ég hef einstaklega gaman af því, í hrollköldu tíðindaleysi skammdegisins, að birta þessa grein af tvennum orsökum: 1) Til að tala um samfélagið eins og það birtist mér og 2) til að nýta það dauðafæri mér til skemmtunar sem skapaðist við það að hommahatarinn Robert Marshall skuli vera nafni vinar míns Róberts Marshalls. Ég hef hlegið að því alla vikuna. Það segir jú ákveðna jákvæða hluti um nærumhverfi mitt, að tilhugsunin um Róbert Marshall sem yfirlýstan hommahatara skuli vera sprenghlægileg fásinna. Ég vil nota þetta einstaka tækifæri til að segja að lokum, í nafni hugsjónarinnar um sigur umburðarlyndis og hinna frjálslyndu gilda, af heilum hug og af öllu hjarta: Þegi þú Robert Marshall. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun