Fyrri æfingin
Valtteri Bottas á Mercedes var annar á fyrri æfingunni. Bottas var einungis 0,127 sekúndum á eftir Hamilton.
Pierre Gasly og Brendon Hartley, ökumenn Toro Rosso liðsins tóku nýja hitarafala um borð í bíla sína fyrir æfinguna. Gasly gat sett einn brautartíma og ekið fimm hringi samtals. Hartley komst enn skemmra og setti ekki tíma en var á öðrum hring þegar vélin gaf sig. Raunum Toro Rosso ætlar ekki að linna.
Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji á æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð sjötti. Red Bull ökumennirnir tróðu sér inn á milli Ferrari mannanna.

Bottas varð aftur annar en nú enn nær Hamilton, 0,058 sekúndum á eftir heimsmeistaranum. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Hann verður að sætta sig við 10 sæta refsingu eftir tímatökuna á morgun. Skipt var um vél í bíl hans fyrir keppnina í Brasilíu.
Antonio Giovinazzi, fékk að spreyta sig í Haas bíl Kevin Magnussen. Hann var síðastur á æfingunni næstum þremur sekúndum á eftir Hamilton.
Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 15:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 15:30 á sunnudag.
Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.