Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2017 23:09 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi ræða við fjölmiðlamenn í þinghúsinu í fyrravor. Vísir/Ernir Í óformlegum viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófrávíkjanleg krafa að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Þetta kemur fram í pistli Edward H. Huijbens, varaformanns VG, til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag. Varaformaðurinn biður stuðningsmenn um að anda með nefinu enda séu heitar tilfinningar meðal margra um málið. Hann viðurkennir að samstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn sé versti mögulegi bitinn að kyngja.Eins og Vísir fjallaði um í dag eru fjölmargir stuðningsmenn VG sem líst lítið sem ekkert á að flokkurinn velti svo mikið fyrir sér að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Töluverð umræða hefur skapast um málið í fyrrnefndum Facebook hóp og sá varaformaðurinn sér leik á borði í dag að skrifa pistil um stöðu mála.Edward Hákon Hujibens og Óli Halldórsson á landsfundi Vinstri grænna í október þar sem Edward hafði betur í kjöri varaformanns.Vísir/Jói KTími til að anda með nefinu „Eins og þið hafið öll heyrt erum við komin í óformlegt samtal við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um stjórnarmyndun. Ef það samtal leiðir til formlegra stjórnarmyndunar samninga mun það reynast okkur sem hreyfingu erfitt og heitar tilfinningar eru meðal margra um málið, en akkúrat núna er tíminn til að anda með nefinu.“ Edward minnir á að samtal flokkanna er enn á óformlegu stigi og ekkert hafi verið lagt fram af málefnum enn sem komið er. „Við förum inn með þá ófrávíkjanlegu kröfu að Katrín verði verkstjóri þessarar ríkisstjórnar og við höfum þau lykilmál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttu sem oddamál í umræðum um stjórnarsáttmála. Við höfum með öðrum orðum tækifæri í þessu samstarfi til að hafa raunveruleg áhrif til að breyta íslensku samfélagi og um leið stöðva þá hraðferð sem við höfum verið á í átt að samfélagi ójöfnuðar og hægrimennsku.“Inga Sæland fagnar með sínu fólki á kosningavöku Flokks fólksins þann 28. október.Vísir/ErnirFlokkur fólksins með hjartað á réttum stað en sterk taug útlendingaandúðar Edward segir rétt að stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum muni ekki leiða til mikilla grundvallabreytinga. Að mörgu leyti megi segja það sama um Framsókn sem muni vafalítið koma í veg fyrir stórar grundvallarbreytingar í einhverjum málum líka. „En þá þarf að hafa í huga ekki náðist að koma saman stjórn um slíkar breytingar, og var það þó fyrst reynt. Nú talar Samfylking eins og það sé enn hægt, en það er bara ekki svo, ævinlega þarf að kippa upp í þann vagn annaðhvort Flokk fólksins, Miðflokknum eða Framsókn og ekki vill Framsókn Viðreisn, né eins manns meirihluta og ég ætla ekkert að ræða möguleikann á M. Hvað Flokk fólksins varðar, þá er rétt sem margir benda á að Inga og margir í hennar röðum hafa hjartað á réttum stað, og brenna fyrir fátækt sem er raunveruleg hér á landi. En við verðum að athuga að það er sterk taug útlendingaandúðar í þeirra röðum og þær lausnir sem þau hafa lagt fram til að leysa úr fátækt hér á landi eru einfaldlega úr korti.“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu. Katrín verður forsætisráðherra ef af ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verður.vísir/eyþórAndstaða við BDMF kombó væri skrautlegt Varaformaðurinn segir samtal VG við Sjálfstæðisflokk og Framsókn vera það eina sem standi í vegi fyrir hreinni hægristjórn, sem reyndar verði vafalítið skrautleg. „Það gæti verið voða gaman að vera í stjórnarandstöðu við einhverskonar BDMF kombó en viljum við virkilega hafa það á samviskunni gagnvart þjóðinni að enn glatist 4 ár í uppbyggingu innviða, heilbrigðis- og menntakerfis öllum til handa? Málefnin munu alltaf ráða för og Katrín mun stýra þessu, það er útgangspunkturinn. Bíðum eftir málefnasamning/stjórnarsáttmála og tökum efnislega umræðu um hann.“ Edward minnir á að VG geti haft áhrif, ákall sé um að VG hafi áhrif og það verði að láta reyna á umræðu um málefnin.Rætt var við formenn allra flokkanna þriggja í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttina má sjá hér að neðan.„Við fengum 16,9% í kosningum og verðum að kyngja því að vinna með einhverjum. Þetta er sannarlega versti bitinn til að kyngja, á því er enginn vafi, en hitt var reynt af einlægni og alvöru,“ segir í pistli varaformannsins til stuðningsmanna. Þingflokkar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks funduðu fyrir hádegi í dag þar sem formenn heyrðu hljóðið í sínum flokksmönnum. Óformlegar viðræður flokkanna þriggja héldu áfram eftir hádegi í dag. Til stendur að halda áfram fundi á morgun. Ríkisstjórn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks (16), Vinstri grænna (11) og Framsóknarflokks (8) hefði 35 þingmenn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Stjórnarmyndun pólitískur píslardrykkur Katrínar Undir yfirborðinu bullar allt og kraumar í VG. 10. nóvember 2017 10:33 Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Í óformlegum viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er ófrávíkjanleg krafa að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Þetta kemur fram í pistli Edward H. Huijbens, varaformanns VG, til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag. Varaformaðurinn biður stuðningsmenn um að anda með nefinu enda séu heitar tilfinningar meðal margra um málið. Hann viðurkennir að samstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn sé versti mögulegi bitinn að kyngja.Eins og Vísir fjallaði um í dag eru fjölmargir stuðningsmenn VG sem líst lítið sem ekkert á að flokkurinn velti svo mikið fyrir sér að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Töluverð umræða hefur skapast um málið í fyrrnefndum Facebook hóp og sá varaformaðurinn sér leik á borði í dag að skrifa pistil um stöðu mála.Edward Hákon Hujibens og Óli Halldórsson á landsfundi Vinstri grænna í október þar sem Edward hafði betur í kjöri varaformanns.Vísir/Jói KTími til að anda með nefinu „Eins og þið hafið öll heyrt erum við komin í óformlegt samtal við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um stjórnarmyndun. Ef það samtal leiðir til formlegra stjórnarmyndunar samninga mun það reynast okkur sem hreyfingu erfitt og heitar tilfinningar eru meðal margra um málið, en akkúrat núna er tíminn til að anda með nefinu.“ Edward minnir á að samtal flokkanna er enn á óformlegu stigi og ekkert hafi verið lagt fram af málefnum enn sem komið er. „Við förum inn með þá ófrávíkjanlegu kröfu að Katrín verði verkstjóri þessarar ríkisstjórnar og við höfum þau lykilmál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttu sem oddamál í umræðum um stjórnarsáttmála. Við höfum með öðrum orðum tækifæri í þessu samstarfi til að hafa raunveruleg áhrif til að breyta íslensku samfélagi og um leið stöðva þá hraðferð sem við höfum verið á í átt að samfélagi ójöfnuðar og hægrimennsku.“Inga Sæland fagnar með sínu fólki á kosningavöku Flokks fólksins þann 28. október.Vísir/ErnirFlokkur fólksins með hjartað á réttum stað en sterk taug útlendingaandúðar Edward segir rétt að stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum muni ekki leiða til mikilla grundvallabreytinga. Að mörgu leyti megi segja það sama um Framsókn sem muni vafalítið koma í veg fyrir stórar grundvallarbreytingar í einhverjum málum líka. „En þá þarf að hafa í huga ekki náðist að koma saman stjórn um slíkar breytingar, og var það þó fyrst reynt. Nú talar Samfylking eins og það sé enn hægt, en það er bara ekki svo, ævinlega þarf að kippa upp í þann vagn annaðhvort Flokk fólksins, Miðflokknum eða Framsókn og ekki vill Framsókn Viðreisn, né eins manns meirihluta og ég ætla ekkert að ræða möguleikann á M. Hvað Flokk fólksins varðar, þá er rétt sem margir benda á að Inga og margir í hennar röðum hafa hjartað á réttum stað, og brenna fyrir fátækt sem er raunveruleg hér á landi. En við verðum að athuga að það er sterk taug útlendingaandúðar í þeirra röðum og þær lausnir sem þau hafa lagt fram til að leysa úr fátækt hér á landi eru einfaldlega úr korti.“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu. Katrín verður forsætisráðherra ef af ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verður.vísir/eyþórAndstaða við BDMF kombó væri skrautlegt Varaformaðurinn segir samtal VG við Sjálfstæðisflokk og Framsókn vera það eina sem standi í vegi fyrir hreinni hægristjórn, sem reyndar verði vafalítið skrautleg. „Það gæti verið voða gaman að vera í stjórnarandstöðu við einhverskonar BDMF kombó en viljum við virkilega hafa það á samviskunni gagnvart þjóðinni að enn glatist 4 ár í uppbyggingu innviða, heilbrigðis- og menntakerfis öllum til handa? Málefnin munu alltaf ráða för og Katrín mun stýra þessu, það er útgangspunkturinn. Bíðum eftir málefnasamning/stjórnarsáttmála og tökum efnislega umræðu um hann.“ Edward minnir á að VG geti haft áhrif, ákall sé um að VG hafi áhrif og það verði að láta reyna á umræðu um málefnin.Rætt var við formenn allra flokkanna þriggja í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttina má sjá hér að neðan.„Við fengum 16,9% í kosningum og verðum að kyngja því að vinna með einhverjum. Þetta er sannarlega versti bitinn til að kyngja, á því er enginn vafi, en hitt var reynt af einlægni og alvöru,“ segir í pistli varaformannsins til stuðningsmanna. Þingflokkar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks funduðu fyrir hádegi í dag þar sem formenn heyrðu hljóðið í sínum flokksmönnum. Óformlegar viðræður flokkanna þriggja héldu áfram eftir hádegi í dag. Til stendur að halda áfram fundi á morgun. Ríkisstjórn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks (16), Vinstri grænna (11) og Framsóknarflokks (8) hefði 35 þingmenn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Stjórnarmyndun pólitískur píslardrykkur Katrínar Undir yfirborðinu bullar allt og kraumar í VG. 10. nóvember 2017 10:33 Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52
Stjórnarmyndun pólitískur píslardrykkur Katrínar Undir yfirborðinu bullar allt og kraumar í VG. 10. nóvember 2017 10:33
Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent