Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2017 10:49 Össur Skarphéðinsson var utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra, segir að svo virðist sem að prinsipp Vinstri grænna séu komin á brunaútsölu. Össur segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ræðir um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann er harðorður í garð bæði formanns Vinstri grænna og annarra þingmanna flokksins. Þingflokkur Vinstri grænna mun funda klukkan 16 í dag og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. Óvíst er hvort þingflokkur Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fundi í dag.Gagnrýnir KatrínuÖssur segir í færslunni að mantra Vinstri grænna hafi frá fyrsta degi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. „Hvernig rímar það við að Katrín Jakobsdóttir virðist líta á það sem helga skyldu sína að leiða Bjarna Benediktsson til valda? Öðru vísi er ekki hægt að túlka höfnun hennar á boði Loga [Einarssonar, formanns Samfylkingar], Þorgerðar [Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar]og Þórhildar [Sunnu Ævarsdóttur] pírata um frjálslynda félagshyggjustjórn?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Hann segir að hjá VG virðast öll prinsipp komin á brunaútsölu og að leiðangur Katrínar Jakobsdóttur ganga út á tvennt. „Annars vegar að tryggja sjálfri sér forsætisráðherraembætti og hins vegar sem flesta ráðherrastóla fyrir þingmenn flokksins. Málefnin koma í þriðja sæti – enda aldrei á þau minnst nema til skrauts. Þetta skýrir afhverju engin andstaða rís í þingflokki VG þegar Katrín hafnar félagshyggjustjórn og velur hægri sinnuðustu öflin til fylgilags. Hvar eru til dæmis ungu róttæku þingmennirnir, Kolbeinn Óttarson Proppé og Rósa Björk? Þarf að rifja upp ræður þeirra gegn Panamaprinsunum? Er reynslan þeirra sú að hægri öflunum sé útbærara fé til öryrkja, aldraðra, heilbrigðiskerfisins – svo ekki sé minnst á skólana okkar? Eða blindar kanski vonarglýjan um ráðherrastólana líka augu þeirra? Það er þetta sem gerir stjórnmál líðandi dags merkingarlaus og án innihalds. Það er út af þessu sem traustið minnkar á Alþingi. Hrossakaup af þessu tagi eru partur af siðrofi stjórnmálanna,“ segir Össur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent