Fundi VG frestað til morguns Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2017 20:47 Katrínj Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Anton Fundi þingflokks Vinstri Grænna um hvort hefja eigi formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn hefur verið frestað til morguns. Engin niðurstaða náðist varðandi það hvort VG ætli í umræddar viðræður. Það ætti að liggja fyrir á morgun en þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur virðast tilbúin til formlegra viðræðna. Í það minnsta töldu flokkarnir ekki nauðsynlegt að funda í dag. Vinstri grænir hófu fund sinn klukkan fjögur í Alþingishúsinu en fundinum lauk á níunda tímanum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær, að loknum fundi með formönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Næstu skref væru að skoða hvort hægt væri að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Sú ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir fund með flokki sínum. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, sagði um helgina að afar skiptar skoðanir væru flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. Raunar sagði Edward samstarf við flokkana tvo versta bitann að kyngja. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ sagði Edward í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bætti við að erfitt væri að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur í dag eða kvöld. Ríkisstjórn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks (16), Vinstri grænna (11) og Framsóknarflokks (8) hefði 35 þingmenn. Á meðan flokkarnir þrír hafa fundað hafa hinir flokkarnir rætt málin sín á milli. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Segir Logi Ingu klára í viðræður um stjórn sem horfi til vinstri. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hefði 32 þingmenn. Það er sami fjöldi og ríkisstjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar sem áttu í formlegum viðræðum í síðustu viku. Framsókn sleit viðræðunum á þeim forsendum að eins manns meirihluti væri of tæpur og hafði ekki áhuga á að fá Viðreisn um borð í bátinn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Fundi þingflokks Vinstri Grænna um hvort hefja eigi formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn hefur verið frestað til morguns. Engin niðurstaða náðist varðandi það hvort VG ætli í umræddar viðræður. Það ætti að liggja fyrir á morgun en þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur virðast tilbúin til formlegra viðræðna. Í það minnsta töldu flokkarnir ekki nauðsynlegt að funda í dag. Vinstri grænir hófu fund sinn klukkan fjögur í Alþingishúsinu en fundinum lauk á níunda tímanum í kvöld. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær, að loknum fundi með formönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, að farið hafi verið yfir stóru málin í óformlegum viðræðum flokkanna. Næstu skref væru að skoða hvort hægt væri að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Sú ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en eftir fund með flokki sínum. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, sagði um helgina að afar skiptar skoðanir væru flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. Raunar sagði Edward samstarf við flokkana tvo versta bitann að kyngja. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ sagði Edward í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bætti við að erfitt væri að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur í dag eða kvöld. Ríkisstjórn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks (16), Vinstri grænna (11) og Framsóknarflokks (8) hefði 35 þingmenn. Á meðan flokkarnir þrír hafa fundað hafa hinir flokkarnir rætt málin sín á milli. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Segir Logi Ingu klára í viðræður um stjórn sem horfi til vinstri. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hefði 32 þingmenn. Það er sami fjöldi og ríkisstjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar sem áttu í formlegum viðræðum í síðustu viku. Framsókn sleit viðræðunum á þeim forsendum að eins manns meirihluti væri of tæpur og hafði ekki áhuga á að fá Viðreisn um borð í bátinn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48 Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Teiknar upp raunhæfan möguleika fyrir Vinstri græn Logi Einarsson teiknar upp valkost fyrir Vinstri græn. verði hann valinn verði bæði hægt að tryggja pólitískan stöðugleika og ráðast í uppbyggingarverkefni. 12. nóvember 2017 15:48
Þingflokkur VG fundar síðdegis en óvíst með þingflokka D og B Þingflokkur Vinstri grænna mun funda síðdegis og fara yfir óformlegar viðræður flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem áttu sér stað í gær. 12. nóvember 2017 09:58
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Sigurður Ingi: Gætum verið að sigla inn í sama ástand og í fyrra ef flokkarnir ná ekki saman Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að viðræður þingflokkanna þriggja gangi vel. 12. nóvember 2017 12:46
Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent