Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2017 06:33 Michel Barnier segir alla þurfa að vera búnir undir það að viðræðurnar sigli í strand. Vísir/AFP Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, býr sig nú undir að viðræður við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. Þetta kom fram í máli Barniers við franska blaðið Le Journal du Dimanche sem ræddi við blaðið skömmu eftir að hafa gefið Bretum tveggja vikna frest til að skerpa á afstöðu sinni til nokkurra grunnágreiningsefna. Samningamaðurinn vonar að komist verði að niðurstöðu. Það væri ekki æskilegt ef viðræðurnar færu út um þúfur. Aðspurður um hverjar líkurnar á því kynnu að vera svaraði Barnier: „Það er ekki mín draumaniðurstaða en það er möguleiki. Allir þurfa að búa sig undir það; jafnt aðildarríki sem fyrirtæki. Við erum líka að búa okkur undir það. Ef viðræðurnar klikka mun það hafa afleiðingar á mörgum sviðum.“Sjá einnig: Theresa May orðin völt í sessiBrexitmálaráðherra Breta, David Davis, hefur haldið því statt og stöðugt fram að nú sé tíminn fyrir semjendur að vinna sameiginlega að lausn. Hann hélt því að sama skapi fram á föstudag að góður gangur væri í viðræðunum en að eftir stæðu „fá en veigamikil ágreiningsefni.“ Eitt þeirra eru fjárhagslegar skuldbindingar Breta við sambandið en Davis hefur gefið misvísandi svör í þeim efnum eins og fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í samtali við Sky News í gær sagði Davis: „Í öllum samningaviðræðum reyna semjendur að ná yfirráðum yfir tímaáætluninni. Raunverulegi eindagi þessara viðræðna er, eins og vitað er, í desember.“ Vísaði hann þar til fundar leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem haldin verður í Brussel í lok árs. Brexit Tengdar fréttir „Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50 Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, býr sig nú undir að viðræður við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. Þetta kom fram í máli Barniers við franska blaðið Le Journal du Dimanche sem ræddi við blaðið skömmu eftir að hafa gefið Bretum tveggja vikna frest til að skerpa á afstöðu sinni til nokkurra grunnágreiningsefna. Samningamaðurinn vonar að komist verði að niðurstöðu. Það væri ekki æskilegt ef viðræðurnar færu út um þúfur. Aðspurður um hverjar líkurnar á því kynnu að vera svaraði Barnier: „Það er ekki mín draumaniðurstaða en það er möguleiki. Allir þurfa að búa sig undir það; jafnt aðildarríki sem fyrirtæki. Við erum líka að búa okkur undir það. Ef viðræðurnar klikka mun það hafa afleiðingar á mörgum sviðum.“Sjá einnig: Theresa May orðin völt í sessiBrexitmálaráðherra Breta, David Davis, hefur haldið því statt og stöðugt fram að nú sé tíminn fyrir semjendur að vinna sameiginlega að lausn. Hann hélt því að sama skapi fram á föstudag að góður gangur væri í viðræðunum en að eftir stæðu „fá en veigamikil ágreiningsefni.“ Eitt þeirra eru fjárhagslegar skuldbindingar Breta við sambandið en Davis hefur gefið misvísandi svör í þeim efnum eins og fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Í samtali við Sky News í gær sagði Davis: „Í öllum samningaviðræðum reyna semjendur að ná yfirráðum yfir tímaáætluninni. Raunverulegi eindagi þessara viðræðna er, eins og vitað er, í desember.“ Vísaði hann þar til fundar leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem haldin verður í Brussel í lok árs.
Brexit Tengdar fréttir „Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50 Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Brexit er að verða að veruleika“ Stjórnvöld í Bretlandi hafa staðfest að nákvæm tímasetning Brexit muni verða fest í frumvarp til útgöngu Breta úr ESB. 9. nóvember 2017 23:50
Theresa May orðin völt í sessi Fjörutíu þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa nú lýst því yfir að þeir hafi misst tiltrú á að Theresa May sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn og landið. 12. nóvember 2017 09:49