Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að honum þyki sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að stóru málunum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15