Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2017 14:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir (til vinstri),leiddi lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir.is/ Laufey Elíasdóttir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi. Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo. „Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga. „Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“ Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.En hvað ætlar Rósa að gera þá? „Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“Uppfært klukkan 14:40Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn. Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi. Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo. „Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga. „Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“ Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.En hvað ætlar Rósa að gera þá? „Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“Uppfært klukkan 14:40Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn.
Kosningar 2017 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira