Fagmaður var í hverju rúmi en Snorri Björnsson var á bakvið myndavélina, Ellen Lofts sá um stíliseringu, Guðbjörg Huldís var sminka og þau Telma Þormarsdóttir og Sindri Snær Magnússon voru fyrirsætur.
Hugmyndin á bakvið þáttinn var að sýna vel valda staði í grennd við höfuðborgina sem tilvaldir eru til útivistar - og auðvitað þá vel klæddur. Það er nefnilega alls ekki í tísku að láta sér verða kalt, sem er ansi hentugt fyrir okkur á norðurhveli jarðar. Útivist og útivistar fatnaður er í tísku og úrvalið hefur sjaldan verið meira.
Kíkjum bak við tjöldin við gerð myndaþáttarins sem unnin var á fallegum haustdegi þar sem náttúran skartaði sínu fegursta.







