Vill að tekið sé á málunum sem felldu ríkisstjórnina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 15:56 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, sjást hér fyrir miðri mynd í þingsal. Þau greiddu bæði atkvæði gegn því að flokkurinn færi í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. vísir/anton brink „Mér fannst ekki komin nógu áþreifanleg niðurstaða út úr óformlegu viðræðunum til að ég bæri traust til þess að við gætum stigið þetta skref,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, aðspurður um það hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn því á þingflokksfundi í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Meirihluti þingflokksins samþykkti að hefja slíkar viðræður og aðspurður kveðst Andrés Ingi ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Nei, ég bara virði afstöðu félaga minna þó að ég sé ósammála þeim og treysti þeim til þess að vinna vel úr stöðunni,“ sgeir Andrés Ingi.Treystirðu alveg formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, til að fara í þessar viðræður og ná fram góðum málefnasamningi? „Ef einhver getur það þá er það forysta VG,“ segir Andrés. Hann segir það vera stór skref fyrir alla að stíga inn í þetta samtal við Sjálfstæðisflokkinn en spurður út í hvort það sé eitthvað ákveðið atriði sem hann hefði viljað fá skýrari svör við segir Andrés: „Nei, ekkert tiltekið en ég hefði viljað hafa einhver skýr atriði sem væri komin skýr niðurstaða í frekar en að vera að renna af stað í þetta núna í trausti þess að Bjarni Ben verði móttækilegur fyrir uppástungum Vinstri grænna í viðræðunum.“Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Það er ljóst að það er afar umdeilt að Vinstri græn skuli fara í þessar viðræður og telja margir kjósendur sig illa svikna, eins og lesa má nánar um hér á Vísi.Telur Andrés að það muni hafa slæm áhrif á flokkinn að fara í þessar viðræður yfirhöfuð? „Ég á ósköp erfitt með að meta það en ég held að það hefði hjálpað að hafa þessar áþreifanlegu niðurstöður á þessum tímapunkti til að geta sýnt fólki betur fram á réttlætingu að stíga þetta skref núna.“Finnst þér þá ekki nóg það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um að flokkarnir séu samstíga í því að hér þurfi að fara í innviðauppbyggingu og tryggja stöðugleika á vinnumarkaði? Er það ekki nógu áþreifanlegt? „Mér finnst að það þurfi líka að taka á málunum sem felldu ríkisstjórnina, kynferðisbrotum og útlendingamálum, með afgerandi hætti,“ segir Andrés. Hann kveðst munu taka afstöðu til málefnasamnings flokkanna þegar og ef af honum verður. „Ég lít á hann með opnum en gagnrýnum huga.“ Andrés segist, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem einnig kaus gegn því að hefja viðræður, ekki bera traust til Sjálfstæðisflokksin. „Þess vegna hefði ég viljað hafa eitthvað fast í hendi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
„Mér fannst ekki komin nógu áþreifanleg niðurstaða út úr óformlegu viðræðunum til að ég bæri traust til þess að við gætum stigið þetta skref,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, aðspurður um það hvers vegna hann greiddi atkvæði gegn því á þingflokksfundi í dag að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Meirihluti þingflokksins samþykkti að hefja slíkar viðræður og aðspurður kveðst Andrés Ingi ekki ósáttur við þá niðurstöðu. „Nei, ég bara virði afstöðu félaga minna þó að ég sé ósammála þeim og treysti þeim til þess að vinna vel úr stöðunni,“ sgeir Andrés Ingi.Treystirðu alveg formanninum, Katrínu Jakobsdóttur, til að fara í þessar viðræður og ná fram góðum málefnasamningi? „Ef einhver getur það þá er það forysta VG,“ segir Andrés. Hann segir það vera stór skref fyrir alla að stíga inn í þetta samtal við Sjálfstæðisflokkinn en spurður út í hvort það sé eitthvað ákveðið atriði sem hann hefði viljað fá skýrari svör við segir Andrés: „Nei, ekkert tiltekið en ég hefði viljað hafa einhver skýr atriði sem væri komin skýr niðurstaða í frekar en að vera að renna af stað í þetta núna í trausti þess að Bjarni Ben verði móttækilegur fyrir uppástungum Vinstri grænna í viðræðunum.“Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Það er ljóst að það er afar umdeilt að Vinstri græn skuli fara í þessar viðræður og telja margir kjósendur sig illa svikna, eins og lesa má nánar um hér á Vísi.Telur Andrés að það muni hafa slæm áhrif á flokkinn að fara í þessar viðræður yfirhöfuð? „Ég á ósköp erfitt með að meta það en ég held að það hefði hjálpað að hafa þessar áþreifanlegu niðurstöður á þessum tímapunkti til að geta sýnt fólki betur fram á réttlætingu að stíga þetta skref núna.“Finnst þér þá ekki nóg það sem hefur komið fram í fjölmiðlum um að flokkarnir séu samstíga í því að hér þurfi að fara í innviðauppbyggingu og tryggja stöðugleika á vinnumarkaði? Er það ekki nógu áþreifanlegt? „Mér finnst að það þurfi líka að taka á málunum sem felldu ríkisstjórnina, kynferðisbrotum og útlendingamálum, með afgerandi hætti,“ segir Andrés. Hann kveðst munu taka afstöðu til málefnasamnings flokkanna þegar og ef af honum verður. „Ég lít á hann með opnum en gagnrýnum huga.“ Andrés segist, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG sem einnig kaus gegn því að hefja viðræður, ekki bera traust til Sjálfstæðisflokksin. „Þess vegna hefði ég viljað hafa eitthvað fast í hendi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Vaktin: VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja formlegar viðræður Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um myndun ríkisstjórnar. 13. nóvember 2017 15:00