Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson nýtur lífsins í Katar. vísir/eyþór „Síðustu dagar hafa verið mjög góðir. Þessi ferð er blanda af afslöppun og að hrista hópinn saman á öðrum sviðum en fótbolta. Það hefur í raun allt heppnast þannig að ég held að það séu allir ánægðir með þetta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu berjast um sæti á HM er íslenska landsliðið að sleikja sólina í Katar og leika sér á sjóköttum og kameldýrum. Það er þó verið að spila fótbolta líka. Strákarnir eru þegar búnir að spila við Tékka og í dag spila þeir gegn heimamönnum í Katar. „Það er hart að dæma menn eftir leikinn gegn Tékkum því hann var erfiður á margan hátt. Við höfum samt notað nokkra punkta úr þeim leik til að búa okkur undir Katar-leikinn. Það verður allt öðruvísi leikur,“ segir Heimir en hvernig leik er hann að búast við?Gæti verið opinn leikur „Þetta gæti orðið opinn leikur. Katar er með léttleikandi og hraða leikmenn. Góðir með boltann og vilja taka menn á. Spila hratt með jörðinni. Við ætlum aftur á móti að skipta leiknum í tvennt og gera tvo mismunandi hluti. Við munum skipta mörgum inn í hálfleik. Við munum jafnvel vera með sitt hvora leikaðferðina í hvorum hálfleik.“ Heimir gaf það út fyrir ferðina að þessir leikir væru tækifæri fyrir þá sem hefðu minna spilað til þess að sanna sig. „Við viljum sjá alla spila og það munu allir fá einhvern tíma á vellinum. Það er líka jákvætt að sem flestir fái að spila til þess að auka breiddina og fleiri séu tilbúnir að stökkva inn. Það er tilgangurinn með þessu verkefni. Ekki endilega að ná í jákvæð úrslit,“ segir þjálfarinn sem hefur verið ánægður með framlag leikmanna á æfingum. „Við höfum getað æft marga praktíska hluti og við erum líka að hugsa lengra en til Rússlands. Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Þá viljum við geta leitað í stóran og breiðan hóp.“Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik.vísir/gettyNýtt að vera með leikmann sem talar ekki íslensku Á meðal leikmanna sem eru að fá tækifæri núna er spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson. „Strákarnir hafa tekið honum vel. Það er nýtt fyrir okkur að vera með leikmann sem talar ekki íslensku en allir okkar fundir fara eðlilega fram á íslensku. Svo verður að túlka það mikilvægasta fyrir hann eftir fundinn. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa í leiknum gegn Katar. Ég veit að það eru aðrir, sem hafa minna séð til hans, sem bíða spenntari. Þetta er strákur sem spilar í góðu liði í góðri deild og er fínasti leikmaður. Öðruvísi týpa en við erum með. Sérstaklega góður sóknarlega og það tekur tíma að slípa sig inn í varnarleik eins og við spilum,“ segir Heimir en hann ætlar að láta Gylfa Þór Sigurðsson spila í dag.Gylfi spilar líklega „Þeir sem komu ekki heilir heilsu eins og Aron og Alfreð eru allir að koma til. Þeir geta vonandi farið inn í byrjunarlið sinna liða eftir þetta verkefni. Ég er aftur á móti nokkuð viss um að Gylfi muni spila í þessum leik,“ segir landsliðsþjálfarinn léttur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög góðir. Þessi ferð er blanda af afslöppun og að hrista hópinn saman á öðrum sviðum en fótbolta. Það hefur í raun allt heppnast þannig að ég held að það séu allir ánægðir með þetta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu berjast um sæti á HM er íslenska landsliðið að sleikja sólina í Katar og leika sér á sjóköttum og kameldýrum. Það er þó verið að spila fótbolta líka. Strákarnir eru þegar búnir að spila við Tékka og í dag spila þeir gegn heimamönnum í Katar. „Það er hart að dæma menn eftir leikinn gegn Tékkum því hann var erfiður á margan hátt. Við höfum samt notað nokkra punkta úr þeim leik til að búa okkur undir Katar-leikinn. Það verður allt öðruvísi leikur,“ segir Heimir en hvernig leik er hann að búast við?Gæti verið opinn leikur „Þetta gæti orðið opinn leikur. Katar er með léttleikandi og hraða leikmenn. Góðir með boltann og vilja taka menn á. Spila hratt með jörðinni. Við ætlum aftur á móti að skipta leiknum í tvennt og gera tvo mismunandi hluti. Við munum skipta mörgum inn í hálfleik. Við munum jafnvel vera með sitt hvora leikaðferðina í hvorum hálfleik.“ Heimir gaf það út fyrir ferðina að þessir leikir væru tækifæri fyrir þá sem hefðu minna spilað til þess að sanna sig. „Við viljum sjá alla spila og það munu allir fá einhvern tíma á vellinum. Það er líka jákvætt að sem flestir fái að spila til þess að auka breiddina og fleiri séu tilbúnir að stökkva inn. Það er tilgangurinn með þessu verkefni. Ekki endilega að ná í jákvæð úrslit,“ segir þjálfarinn sem hefur verið ánægður með framlag leikmanna á æfingum. „Við höfum getað æft marga praktíska hluti og við erum líka að hugsa lengra en til Rússlands. Erum að hugsa tvö til þrjú ár fram í tímann þar sem bíða mörg erfið og skemmtileg verkefni. Þá viljum við geta leitað í stóran og breiðan hóp.“Diego á ferðinni í sínum fyrsta landsleik.vísir/gettyNýtt að vera með leikmann sem talar ekki íslensku Á meðal leikmanna sem eru að fá tækifæri núna er spænski Íslendingurinn Diego Jóhannesson. „Strákarnir hafa tekið honum vel. Það er nýtt fyrir okkur að vera með leikmann sem talar ekki íslensku en allir okkar fundir fara eðlilega fram á íslensku. Svo verður að túlka það mikilvægasta fyrir hann eftir fundinn. Það verður gaman að sjá hvað hann hefur fram að færa í leiknum gegn Katar. Ég veit að það eru aðrir, sem hafa minna séð til hans, sem bíða spenntari. Þetta er strákur sem spilar í góðu liði í góðri deild og er fínasti leikmaður. Öðruvísi týpa en við erum með. Sérstaklega góður sóknarlega og það tekur tíma að slípa sig inn í varnarleik eins og við spilum,“ segir Heimir en hann ætlar að láta Gylfa Þór Sigurðsson spila í dag.Gylfi spilar líklega „Þeir sem komu ekki heilir heilsu eins og Aron og Alfreð eru allir að koma til. Þeir geta vonandi farið inn í byrjunarlið sinna liða eftir þetta verkefni. Ég er aftur á móti nokkuð viss um að Gylfi muni spila í þessum leik,“ segir landsliðsþjálfarinn léttur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira