Sakaði Ástrali um njósnir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 11:00 Pinto á æfingunni örlagaríku vísir/getty Ástralía og Hondúras eigast við í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Það er því mikið undir og hefur þjálfari Hondúras hagað sér eftir því, en hann sakaði Ástrali um njósnir. Lið Hondúras var við æfingar á ANZ vellinum í Sydney þar sem seinni umspilsviðureign liðanna fer fram á morgun, þegar dróni sást fljúga yfir völlinn. Tóku starfsmenn Hondúras þá myndband af drónanum og settu á Twitter, þar sem þeir sögðu „Ástralir njósna um æfingu Hondúras með dróna, sem olli leikmönnum og starfsliði miklu hugarangri.“AUSTRALIA espía entrenamiento oficial de #Honduras desde un dron; lo que ocasionó el malestar del equipo y delegación hondureña. pic.twitter.com/anCAgHtsMP — FENAFUTH (@FenafuthOrg) November 13, 2017 Ástralska knattspyrnusambandið notast við dróna við myndatökur á sínum eigin æfingum, en neitaði þessum ásökunum. Seinna kom í ljós að dróninn hafði verið eign barna sem voru við leik í almenningsgarði nálægt vellinum. Þjálfari Hondúras, Jorge Pinto, hefur þrátt fyrir það sakað Ástrali um njósnir. „Þetta atvik er vandræðalegt fyrir svona þróaða þjóð,“ sagði Pinto á blaðamannafundi. „Þegar Ástralirnir komu til Hondúras þá grandskoðuðu þeir hvert einasta herbergi á vellinum þar sem þeir æfðu og leituðu eftir hlerunarbúnaði.“ Þá hefur Pinto einnig haldið því fram að blaðamaður frá Hondúras hafi lekið upplýsingum um liðið til Ástrala. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og því verða bæði lið að sækja til sigurs á morgun ætli þau sér til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Ástralía og Hondúras eigast við í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Það er því mikið undir og hefur þjálfari Hondúras hagað sér eftir því, en hann sakaði Ástrali um njósnir. Lið Hondúras var við æfingar á ANZ vellinum í Sydney þar sem seinni umspilsviðureign liðanna fer fram á morgun, þegar dróni sást fljúga yfir völlinn. Tóku starfsmenn Hondúras þá myndband af drónanum og settu á Twitter, þar sem þeir sögðu „Ástralir njósna um æfingu Hondúras með dróna, sem olli leikmönnum og starfsliði miklu hugarangri.“AUSTRALIA espía entrenamiento oficial de #Honduras desde un dron; lo que ocasionó el malestar del equipo y delegación hondureña. pic.twitter.com/anCAgHtsMP — FENAFUTH (@FenafuthOrg) November 13, 2017 Ástralska knattspyrnusambandið notast við dróna við myndatökur á sínum eigin æfingum, en neitaði þessum ásökunum. Seinna kom í ljós að dróninn hafði verið eign barna sem voru við leik í almenningsgarði nálægt vellinum. Þjálfari Hondúras, Jorge Pinto, hefur þrátt fyrir það sakað Ástrali um njósnir. „Þetta atvik er vandræðalegt fyrir svona þróaða þjóð,“ sagði Pinto á blaðamannafundi. „Þegar Ástralirnir komu til Hondúras þá grandskoðuðu þeir hvert einasta herbergi á vellinum þar sem þeir æfðu og leituðu eftir hlerunarbúnaði.“ Þá hefur Pinto einnig haldið því fram að blaðamaður frá Hondúras hafi lekið upplýsingum um liðið til Ástrala. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og því verða bæði lið að sækja til sigurs á morgun ætli þau sér til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira