Slúðurmiðlar hafa um dágóða hríð velt vöngum yfir því hvort Jenner, sem er ein sú frægasta í Kardashian fjölskyldunni og yngst, eigi von á barni en Kardashian fjölskyldan hefur verið þögul sem gröfin. Kim Kardashian á hinsvegar von á sínu þriðja
Það birtist hinsvegar mynd á slúðursíðum af heimili Jenner þar sem haldið er fram að þar hafi farið fram svokölluð barnasturta (e. babyshower) um helgina. Heimilið var skreytt í bleikum lit sem gefur til kynna að lítil stelpa sé á leiðinni.
Daginn áður hafði stóra systir hennar Kim Kardashian sem á einnig von á barni, haldið sína eigin barnasturtu með pompi og pragt svo það var greinilega nóg að gera í veisluhöldum hjá þessari frægu fjölskyldu.

