Ansi margir þurfa að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson er hér að skora sitt annað landsliðsmark á ferlinum í gær. Það mark var ansi laglegt. fréttablaðið/afp Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Á meðan mörg af stærstu landsliðum Evrópu börðust hatrammlega um laust sæti á HM í Rússlandi höfðu strákarnir okkar það náðugt í Doha. Léku sér á sjóköttum og úlföldum ásamt því að spila tvo vináttulandsleiki. Strákarnir töpuðu fyrst fyrir Tékkum en í gær gerðu þeir 1-1 jafntefli við Katar. Þeir voru með unninn leik en augnablikskæruleysi í uppbótartíma gaf heimamönnum færi á að jafna og það gerðu þeir. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.Drullusvekktur „Í heiðarleika sagt þá erum við drullusvekktir með þessa frammistöðu í dag. Úrslitin skiptu ekki öllu máli en frammistaðan var á margan hátt ekki góð og eðlilega erum við ekki ánægðir með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari en hann átti von á meiru frá sínum mönnum í dag. „Sóknarleikurinn okkar var slakur í dag. Áttum erfitt með að halda boltanum og sköpuðum ekki mikið af færum. Það sem við erum svekktastir yfir er hraðinn og tempóið sem var í öllum okkar aðgerðum í dag. Við vorum ekki einu sinni fljótir að hugsa og koma okkur í svæði. Ég er svekktastur yfir því.“Færri nýttu tækifærið Margir af þeim leikmönnum sem hafa verið utan liðsins fengu tækifæri í gær en Heimir hefði viljað sjá fleiri nýta það tækifæri betur. „Það var misjafnt hvernig menn nýttu sín tækifæri. Það voru sumir sem nýttu þessa ferð ágætlega en ég myndi segja að við höfum orðið vonsviknari með fleiri þá loksins er þeir fengu tækifæri,“ segir Heimir augljóslega nokkuð óhress með marga af sínum mönnum. „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi.“Prófaði nýja varnaraðferð Í leiknum í gær fór Heimir úr hinu hefðbundna skipulagi landsliðsins í síðari hálfleik og í fimm manna vörn. „Við vorum með þrjá miðverði í síðari hálfleik og er við horfum til Rússlands þar sem við getum mætt bestu knattspyrnuþjóðum heims þá viljum við hafa það sem möguleika að geta spilað með þrjá miðverði enda eigum við marga góða slíka. Það viljum við gera til þess að loka leiðum í gegnum liðið,“ segir þjálfarinn og hann var nokkuð ánægður með hvernig til tókst. „Mér fannst varnarleikurinn ganga mjög vel. Þeir komust ekki í gegnum okkur og voru nánast hættir að gera það er þeir skora í lokin. Það voru vonbrigði að fá svona mark á sig þar sem opnast gat í hjarta varnarinnar. Það á aldrei að gerast þegar lið er með þrjá miðverði. Fram að því var vörnin mjög góð en er við unnum boltann var sóknarleikurinn slakur. Frammistaðan því ekkert sérstök fyrir utan að mér fannst varnarleikurinn ganga upp.“Mjög góð ferð Úrslitin áttu aldrei að vera það sem þessi ferð snerist um og þjálfarinn var mjög ánægður með ferðina þó að úrslitin hafi ekki verið nógu ánægjuleg. „Hún var mjög góð. Gott að geta gefið mönnum frí sem hafa spilað mest. Það er búið að vera gaman í hópnum. Við höfum fundað um síðustu keppni og hvað við getum gert betur. Við höfum fundað um hvað við lærðum af síðustu lokakeppni og hvað við viljum gera betur. Svo höfum við planað næstu mánuði og ár því það eru stór verkefni fram undan. Tíminn hefur verið vel nýttur í margt annað en fótbolta og þess utan höfum við gert margt skemmtilegt. Þessi ferð telur því heilmikið þó svo úrslitin í leikjunum hafi ekki verið stórkostleg.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira