Grísk þjóðlagatónlist sem margir þekkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 10:45 Alexandra, Sigrún Kristbjörg, Margrét og Ásgeir skipa hljómsveitina. Hljómsveitin Syntagma rembetiko heldur tónleika í Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21. Hún sérhæfir sig í þjóðlagatónlist Grikkja, svokallaðri rembetiko tónlist sem Íslendingar þekkja best úr myndinni um Grikkjann Zorba. Slík tónlist hljómar frá kaffihúsum og sólarströndum Grikklands og er samofin grískri þjóðarsál. Hljómsveitin var stofnuð í júní síðastliðnum og þetta eru tónleikar hennar númer tvö. Hana skipa þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir fiðla, Alexandra Kjeld kontrabassi, Margrét Arnardóttir harmóníka og Ásgeir Ásgeirsson bouzouki. Ásgeir hefur nýverið gefið út disk með íslenskum þjóðlögum sem nefnist Two Sides of Europe, þar semur hann nýja kafla við íslensku þjóðlögin og útsetur á alveg nýjan hátt fyrir íslensk/tyrkneskan hljóðheim og hljómsveit. Leikið verður lag af diskinum í kvöld. Tónleikarnir byrja klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og gestir fá óvæntan glaðning með miðanum. Menning Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Hljómsveitin Syntagma rembetiko heldur tónleika í Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21. Hún sérhæfir sig í þjóðlagatónlist Grikkja, svokallaðri rembetiko tónlist sem Íslendingar þekkja best úr myndinni um Grikkjann Zorba. Slík tónlist hljómar frá kaffihúsum og sólarströndum Grikklands og er samofin grískri þjóðarsál. Hljómsveitin var stofnuð í júní síðastliðnum og þetta eru tónleikar hennar númer tvö. Hana skipa þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir fiðla, Alexandra Kjeld kontrabassi, Margrét Arnardóttir harmóníka og Ásgeir Ásgeirsson bouzouki. Ásgeir hefur nýverið gefið út disk með íslenskum þjóðlögum sem nefnist Two Sides of Europe, þar semur hann nýja kafla við íslensku þjóðlögin og útsetur á alveg nýjan hátt fyrir íslensk/tyrkneskan hljóðheim og hljómsveit. Leikið verður lag af diskinum í kvöld. Tónleikarnir byrja klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og gestir fá óvæntan glaðning með miðanum.
Menning Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira