Grísk þjóðlagatónlist sem margir þekkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 10:45 Alexandra, Sigrún Kristbjörg, Margrét og Ásgeir skipa hljómsveitina. Hljómsveitin Syntagma rembetiko heldur tónleika í Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21. Hún sérhæfir sig í þjóðlagatónlist Grikkja, svokallaðri rembetiko tónlist sem Íslendingar þekkja best úr myndinni um Grikkjann Zorba. Slík tónlist hljómar frá kaffihúsum og sólarströndum Grikklands og er samofin grískri þjóðarsál. Hljómsveitin var stofnuð í júní síðastliðnum og þetta eru tónleikar hennar númer tvö. Hana skipa þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir fiðla, Alexandra Kjeld kontrabassi, Margrét Arnardóttir harmóníka og Ásgeir Ásgeirsson bouzouki. Ásgeir hefur nýverið gefið út disk með íslenskum þjóðlögum sem nefnist Two Sides of Europe, þar semur hann nýja kafla við íslensku þjóðlögin og útsetur á alveg nýjan hátt fyrir íslensk/tyrkneskan hljóðheim og hljómsveit. Leikið verður lag af diskinum í kvöld. Tónleikarnir byrja klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og gestir fá óvæntan glaðning með miðanum. Menning Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Hljómsveitin Syntagma rembetiko heldur tónleika í Mengi við Óðinsgötu í kvöld klukkan 21. Hún sérhæfir sig í þjóðlagatónlist Grikkja, svokallaðri rembetiko tónlist sem Íslendingar þekkja best úr myndinni um Grikkjann Zorba. Slík tónlist hljómar frá kaffihúsum og sólarströndum Grikklands og er samofin grískri þjóðarsál. Hljómsveitin var stofnuð í júní síðastliðnum og þetta eru tónleikar hennar númer tvö. Hana skipa þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir fiðla, Alexandra Kjeld kontrabassi, Margrét Arnardóttir harmóníka og Ásgeir Ásgeirsson bouzouki. Ásgeir hefur nýverið gefið út disk með íslenskum þjóðlögum sem nefnist Two Sides of Europe, þar semur hann nýja kafla við íslensku þjóðlögin og útsetur á alveg nýjan hátt fyrir íslensk/tyrkneskan hljóðheim og hljómsveit. Leikið verður lag af diskinum í kvöld. Tónleikarnir byrja klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og gestir fá óvæntan glaðning með miðanum.
Menning Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp