Landið okkar góða, þú og ég Þorvaldur Gylfason skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Stelsjúkt fólk er þjófótt, það vitum við öll, en þjófótt fólk þarf ekki að vera stelsjúkt. Þessi greinarmunur hástigs og lægri stiga á víða við. Tilætlunarsemi getur t.d. komizt á svo hátt stig að henni sé betur lýst sem tilætlunarsýki. Tökum t.d. Pálínu, eiginkonu Ægis Ó. Ægis, forstjóra Gleðilegra jóla hf. Hún er aukapersóna í Deleríum búbónis, gamanleik Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Frú Pálína er friðlaus nema hún komist yfir bílnúmerið R-9. „Líf mitt er einskis virði án þess,“ segir hún og lætur sig engu varða að Gunnar Hámundarson leigubílstjóri hefur átt númerið frá öndverðu, níu er happatalan hans og konunnar og hann vill ekki láta það af hendi.Klárt fyrir þrjú Deleríum búbónis heyrðist fyrst í útvarpinu 1954 þegar ferill fyrstu helmingaskiptastjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar var rösklega hálfnaður. Þar er þeim lýst Ægi forstjóra og mági hans, jafnvægismálaráðherranum, bróður frú Pálínu. Þeir selja Afríkumönnum maðkétinn fisk og hafa lagt undir sig innflutning á ávöxtum og öðrum jólavarningi. Heilbrigðiseftirlitið setur skipið sem flytur varning þeirra til landsins í sóttkví vegna gruns um hættulegan kvikfjársjúkdóm um borð. Ægir hringir í forstjóra Heilbrigðiseftirlitsins og segir: „mágur minn bað mig að skila til þín að það losni prófessorsembætti við Háskólann á nýárinu ef þetta verður klárt fyrir þrjú.“ Jafnvægisflokkurinn er dreginn sundur og saman í háði. Í upprunalegri gerð leiksins leysist flækjan með því að kvitturinn um kvikfjársjúkdóminn reynist stafa af saklausri misheyrn, skipið losnar úr kvínni og vinirnir þurfa því ekki að láta Alþingi fresta jólunum.Harðari tónn Í nýrri gerð leikritsins sem birtist á prenti 1961 kveður við harðari tón. Nú beinist háðið jöfnum höndum að Jafnvægisflokknum og Dreifbýlisflokknum. Einar í Einiberjarunni, „aðalfjármálaséní Dreifbýlisflokksins“, kom ekki við sögu í frumgerðinni nema sem þögul aukapersóna utan sviðs, en í nýju gerðinni birtist hann í öllu sínu veldi. Ægir forstjóri spyr: „Hvernig stendur eiginlega á því að svona þriðja klassa karamellusali lætur sér detta í hug að hann komist inn í jólabissnissinn sem 50 prósent maður – eiga þessi helmingaskipti að gilda alls staðar eða hvað?“ Einar er heimspekingur: „Frjáls samkeppni er auðvitað góð út af fyrir sig … en það sér hver maður að okkar litla samfélag þolir ekki svona.“ Nú er saklausri misheyrn ekki lengur til að dreifa heldur tekur Einar símtöl upp á segulband til að fjárkúga mágana og mútar frænda sínum í Heilbrigðiseftirlitinu til að ljúga upp kvikfjársmitinu til að knýja mágana til helmingaskipta. Hann kúgar síðan R-9 út úr bílstjóranum til að gleðja frú Pálínu í sárabætur með því að segja bílstjóranum að ráðherranum viðstöddum að ríkisstjórnin sé í þann veginn að setja bráðabirgðalög um að taka öll einsstafsbílnúmer eignarnámi. Mágarnir hafa hitt ofjarl sinn.Horfin tíð? Deleríum búbónis var sýnt í Iðnó 1959 og í Þjóðleikhúsinu 1968. Leikdómari Morgunblaðsins taldi það „ákaflega tímabundið“, en bætti við eins og til öryggis: „það heyrir allt til horfinni tíð, þó við kunnum að eiga von á einhverju svipuðu í framtíðinni.“ Þegar verkið var fært upp 1996, sagði Valgeir Skagfjörð, leikstjóri sýningarinnar, við Morgunblaðið: „Allt sem kemur fyrir í textanum rímar mjög vel við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ Það er eftir mínu höfði hárréttur skilningur á verkinu. Andrúmið í leikritinu rímar að ýmsu leyti vel við ástand Íslands enn í dag. Hver ríkisstjórnin á eftir annarri hefur nú hrökklazt frá völdum vegna leynimakks og spillingar. Meint sakamál eru látin fyrnast. Hneykslin hrannast upp. Íslenzk stjórnmál eru athlægi um allan heim. Spillingarslóðinn sem einkum Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn draga á eftir sér nær marga áratugi aftur í tímann. Minni flokkar hafa margir dansað með. Vandinn er kerfislægur. Þar sem fákeppni ræður ríkjum er spilling yfirleitt ekki langt undan. Stjórnmálaflokkarnir hegða sér eins og hagsmunasamtök stjórnmálamanna eins og Mikael Karlsson, prófessor í heimspeki, hefur lýst. Tilætlunarsýki stjórnmálastéttarinnar æpir á fólkið í landinu nánast frá degi til dags. Látum eitt dæmi duga. „Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti“, var sagt um starfandi forsætisráðherra í Fréttablaðinu um daginn eins og blaðamanninum fyndist ekkert sjálfsagðara. Í nýju stjórnarskránni stendur: „ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu.“ En hvað eru fimm eða sex ráðherraembætti milli vina? Ægir Ó. Ægis og mágur hans jafnvægismálaráðherrann ættu ekki í miklum vandræðum með að afgreiða svo einfalda pöntun, allra sízt með Einar í Einiberjarunni innan borðs. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Stelsjúkt fólk er þjófótt, það vitum við öll, en þjófótt fólk þarf ekki að vera stelsjúkt. Þessi greinarmunur hástigs og lægri stiga á víða við. Tilætlunarsemi getur t.d. komizt á svo hátt stig að henni sé betur lýst sem tilætlunarsýki. Tökum t.d. Pálínu, eiginkonu Ægis Ó. Ægis, forstjóra Gleðilegra jóla hf. Hún er aukapersóna í Deleríum búbónis, gamanleik Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Frú Pálína er friðlaus nema hún komist yfir bílnúmerið R-9. „Líf mitt er einskis virði án þess,“ segir hún og lætur sig engu varða að Gunnar Hámundarson leigubílstjóri hefur átt númerið frá öndverðu, níu er happatalan hans og konunnar og hann vill ekki láta það af hendi.Klárt fyrir þrjú Deleríum búbónis heyrðist fyrst í útvarpinu 1954 þegar ferill fyrstu helmingaskiptastjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar var rösklega hálfnaður. Þar er þeim lýst Ægi forstjóra og mági hans, jafnvægismálaráðherranum, bróður frú Pálínu. Þeir selja Afríkumönnum maðkétinn fisk og hafa lagt undir sig innflutning á ávöxtum og öðrum jólavarningi. Heilbrigðiseftirlitið setur skipið sem flytur varning þeirra til landsins í sóttkví vegna gruns um hættulegan kvikfjársjúkdóm um borð. Ægir hringir í forstjóra Heilbrigðiseftirlitsins og segir: „mágur minn bað mig að skila til þín að það losni prófessorsembætti við Háskólann á nýárinu ef þetta verður klárt fyrir þrjú.“ Jafnvægisflokkurinn er dreginn sundur og saman í háði. Í upprunalegri gerð leiksins leysist flækjan með því að kvitturinn um kvikfjársjúkdóminn reynist stafa af saklausri misheyrn, skipið losnar úr kvínni og vinirnir þurfa því ekki að láta Alþingi fresta jólunum.Harðari tónn Í nýrri gerð leikritsins sem birtist á prenti 1961 kveður við harðari tón. Nú beinist háðið jöfnum höndum að Jafnvægisflokknum og Dreifbýlisflokknum. Einar í Einiberjarunni, „aðalfjármálaséní Dreifbýlisflokksins“, kom ekki við sögu í frumgerðinni nema sem þögul aukapersóna utan sviðs, en í nýju gerðinni birtist hann í öllu sínu veldi. Ægir forstjóri spyr: „Hvernig stendur eiginlega á því að svona þriðja klassa karamellusali lætur sér detta í hug að hann komist inn í jólabissnissinn sem 50 prósent maður – eiga þessi helmingaskipti að gilda alls staðar eða hvað?“ Einar er heimspekingur: „Frjáls samkeppni er auðvitað góð út af fyrir sig … en það sér hver maður að okkar litla samfélag þolir ekki svona.“ Nú er saklausri misheyrn ekki lengur til að dreifa heldur tekur Einar símtöl upp á segulband til að fjárkúga mágana og mútar frænda sínum í Heilbrigðiseftirlitinu til að ljúga upp kvikfjársmitinu til að knýja mágana til helmingaskipta. Hann kúgar síðan R-9 út úr bílstjóranum til að gleðja frú Pálínu í sárabætur með því að segja bílstjóranum að ráðherranum viðstöddum að ríkisstjórnin sé í þann veginn að setja bráðabirgðalög um að taka öll einsstafsbílnúmer eignarnámi. Mágarnir hafa hitt ofjarl sinn.Horfin tíð? Deleríum búbónis var sýnt í Iðnó 1959 og í Þjóðleikhúsinu 1968. Leikdómari Morgunblaðsins taldi það „ákaflega tímabundið“, en bætti við eins og til öryggis: „það heyrir allt til horfinni tíð, þó við kunnum að eiga von á einhverju svipuðu í framtíðinni.“ Þegar verkið var fært upp 1996, sagði Valgeir Skagfjörð, leikstjóri sýningarinnar, við Morgunblaðið: „Allt sem kemur fyrir í textanum rímar mjög vel við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ Það er eftir mínu höfði hárréttur skilningur á verkinu. Andrúmið í leikritinu rímar að ýmsu leyti vel við ástand Íslands enn í dag. Hver ríkisstjórnin á eftir annarri hefur nú hrökklazt frá völdum vegna leynimakks og spillingar. Meint sakamál eru látin fyrnast. Hneykslin hrannast upp. Íslenzk stjórnmál eru athlægi um allan heim. Spillingarslóðinn sem einkum Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn draga á eftir sér nær marga áratugi aftur í tímann. Minni flokkar hafa margir dansað með. Vandinn er kerfislægur. Þar sem fákeppni ræður ríkjum er spilling yfirleitt ekki langt undan. Stjórnmálaflokkarnir hegða sér eins og hagsmunasamtök stjórnmálamanna eins og Mikael Karlsson, prófessor í heimspeki, hefur lýst. Tilætlunarsýki stjórnmálastéttarinnar æpir á fólkið í landinu nánast frá degi til dags. Látum eitt dæmi duga. „Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti“, var sagt um starfandi forsætisráðherra í Fréttablaðinu um daginn eins og blaðamanninum fyndist ekkert sjálfsagðara. Í nýju stjórnarskránni stendur: „ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu.“ En hvað eru fimm eða sex ráðherraembætti milli vina? Ægir Ó. Ægis og mágur hans jafnvægismálaráðherrann ættu ekki í miklum vandræðum með að afgreiða svo einfalda pöntun, allra sízt með Einar í Einiberjarunni innan borðs. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun