Katrín: Allir flokkar hafa drauma, langanir og þrár varðandi ráðuneyti Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. nóvember 2017 19:25 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi í gær. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks verði að veruleika undir hennar forystu. Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag, annars vegar með fundi formannanna þriggja og hins vegar með fulltrúum flokkanna þar sem málefnin voru rædd. Kallað hefur verið eftir upplýsingum úr ráðneytum um stöðu mála eins og um ríkisfjármálin. Formaður Framsóknarflokksins staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að byrjað væri að skrifa málefnasamninginn og að formennirnir væru farnir að ræða skiptingu ráðneyta. Gengið verði út frá því að Katrín Jakobsdóttir leiði þá ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti til viðbótar. Þá fær Framsóknarflokkurinn þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Formenn flokkanna funduðu í þinghúsinu í dag en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er stefnt að því að leggja málefnasamning fyrir flokksstofnanir um helgina til atkvæðagreiðslu. Eitt stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar verður að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og í dag funduðu formennirnir með aðilum atvinnulífsins. „Það er til margs að líta í þeim efnum. Ekki bara efnahagslega þáttarins, heldur ekki síður félagslega þáttarins. Við sátum í því samtali í dag en á sama tíma hefur verið unnin málefnavinna á öðrum sviðum.“Katrín segir að viðræður flokkana hafa gengið vel hingað til en enn eigi eftir að takast á um erfið mál. „Það er auðvitað langt á milli þessara flokka í ýmsum málum og það tekur tíma að ræða lausnir í þeim málum og það þarf ekki að tíunda þau. En ég held að ástæða þess að þessir flokkar sitja nú saman og ræða saman er auðvitað sú staða sem hér er uppi. Kosningar ár eftir ár þar sem við sjáum í raun og veru ekki skýra pólitíska línu koma út úr kosningum. Eins og ég hef sagt allan tímann, það þýðir auðvitað að flokkarnir þurfa að nálgast málefnin með öðrum hætti heldur en þegar við setjumst niður og myndum hefðbundna vinstristjórn eða hefðbundna hægristjórn.“ Skipting ráðneyta var til umræðu milli formannanna í dag og gera Vinstri græn kröfu til forsætisráðuneytisins „Við áttum svona fyrsta samtalið okkar um skiptingu ráðuneyta í dag og því samtali er ekki lokið. Þannig að það verður að koma í ljós seinna,“ segir Katrín.Hafa aðrir flokkar gert kröfu til einhverra ráðuneyta? „Það hafa allir sínar hugmyndir og langanir og drauma og þrár. En við þurfum bara að botna það áður en við getum farið að ræða það í fjölmiðlum.“ Það mun koma í ljós fyrir vikulok hvort flokkarnir þrír komi til með að ná saman en óvíst er hvenær hann verður borin undir í atkvæðagreiðslu í flokksráði og þingflokki Vinstri grænna. Hefur þú á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Ég er bara hóflega bjartsýn á það.“Getur það samræmst stefnu VG í umhverfismálum að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Það mun allt ráðast af málefnasamningnum á endanum. Ég held nú sem betur fer að staðan í umhverfismálunum, þvert á hið pólitíska litróf, hefur auðvitað breyst mjög til batnaðar á undanförnum áratug og það er auðvitað eitthvað sem við eigum að fagna, að æ fleiri flokkar eru að taka upp græn málefni.“Lengri útgáfu af viðtalinu við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks verði að veruleika undir hennar forystu. Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag, annars vegar með fundi formannanna þriggja og hins vegar með fulltrúum flokkanna þar sem málefnin voru rædd. Kallað hefur verið eftir upplýsingum úr ráðneytum um stöðu mála eins og um ríkisfjármálin. Formaður Framsóknarflokksins staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að byrjað væri að skrifa málefnasamninginn og að formennirnir væru farnir að ræða skiptingu ráðneyta. Gengið verði út frá því að Katrín Jakobsdóttir leiði þá ríkisstjórn sem er í burðarliðnum og að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti til viðbótar. Þá fær Framsóknarflokkurinn þrjú ráðuneyti og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Formenn flokkanna funduðu í þinghúsinu í dag en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er stefnt að því að leggja málefnasamning fyrir flokksstofnanir um helgina til atkvæðagreiðslu. Eitt stærsta verkefni komandi ríkisstjórnar verður að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og í dag funduðu formennirnir með aðilum atvinnulífsins. „Það er til margs að líta í þeim efnum. Ekki bara efnahagslega þáttarins, heldur ekki síður félagslega þáttarins. Við sátum í því samtali í dag en á sama tíma hefur verið unnin málefnavinna á öðrum sviðum.“Katrín segir að viðræður flokkana hafa gengið vel hingað til en enn eigi eftir að takast á um erfið mál. „Það er auðvitað langt á milli þessara flokka í ýmsum málum og það tekur tíma að ræða lausnir í þeim málum og það þarf ekki að tíunda þau. En ég held að ástæða þess að þessir flokkar sitja nú saman og ræða saman er auðvitað sú staða sem hér er uppi. Kosningar ár eftir ár þar sem við sjáum í raun og veru ekki skýra pólitíska línu koma út úr kosningum. Eins og ég hef sagt allan tímann, það þýðir auðvitað að flokkarnir þurfa að nálgast málefnin með öðrum hætti heldur en þegar við setjumst niður og myndum hefðbundna vinstristjórn eða hefðbundna hægristjórn.“ Skipting ráðneyta var til umræðu milli formannanna í dag og gera Vinstri græn kröfu til forsætisráðuneytisins „Við áttum svona fyrsta samtalið okkar um skiptingu ráðuneyta í dag og því samtali er ekki lokið. Þannig að það verður að koma í ljós seinna,“ segir Katrín.Hafa aðrir flokkar gert kröfu til einhverra ráðuneyta? „Það hafa allir sínar hugmyndir og langanir og drauma og þrár. En við þurfum bara að botna það áður en við getum farið að ræða það í fjölmiðlum.“ Það mun koma í ljós fyrir vikulok hvort flokkarnir þrír komi til með að ná saman en óvíst er hvenær hann verður borin undir í atkvæðagreiðslu í flokksráði og þingflokki Vinstri grænna. Hefur þú á tilfinningunni að þessi ríkisstjórn verði að veruleika? „Ég er bara hóflega bjartsýn á það.“Getur það samræmst stefnu VG í umhverfismálum að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? „Það mun allt ráðast af málefnasamningnum á endanum. Ég held nú sem betur fer að staðan í umhverfismálunum, þvert á hið pólitíska litróf, hefur auðvitað breyst mjög til batnaðar á undanförnum áratug og það er auðvitað eitthvað sem við eigum að fagna, að æ fleiri flokkar eru að taka upp græn málefni.“Lengri útgáfu af viðtalinu við Katrínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Byrjuð að ræða skiptingu ráðuneyta Byrjað er að skrifa málefnasamninginn en heimildir fréttastofu herma að samningurinn verði lagður fyrir flokksráð Vinstri grænna til samþykktar á laugardag. 15. nóvember 2017 12:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent