Fjölgun ráðuneyta til umræðu í viðræðunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Framsóknarmenn leggja áherslu á að fá efnahagsmálin sem leitt gæti til þess að fjármálaráðuneytinu verði skipt í tvö ráðuneyti. Skipting ráðuneyta er nú rædd meðal þeirra flokka sem eiga í formlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja Framsóknarmenn ríka áherslu á að fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu flokksins á kerfisbreytingar í fjármálakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa af kröfu Vinstri grænna um að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra, er fjármálaráðuneytið hins vegar óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna Benediktsson. Því hefur komið til tals að fjölga ráðuneytum þannig að fjármálunum verði skipt upp í tvö ráðuneyti og þannig horfið aftur til þess fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir árið 2009 þegar ríkisfjármálin annars vegar og viðskiptamálin hins vegar voru í sitthvoru ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahagshrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjármálaráðuneytið sem Árni Mathiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra Samfylkingarinnar í viðskiptaráðuneytinu. Verði þessi uppstokkun að veruleika má ætla að málefni sem tengjast annars vegar Seðlabankanum og hins vegar kjaramálunum verði í fjármálaráðuneytinu en uppstokkun fjármálakerfisins og málefni bankanna verði í hinu nýja ráðuneyti. Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda hefði fjölgunin líklega í för með sér að flokkurinn fengi ekki aðeins fimm heldur sex ráðuneyti.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Skipting ráðuneyta er nú rædd meðal þeirra flokka sem eiga í formlegum viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggja Framsóknarmenn ríka áherslu á að fá efnahagsmálin til sín vegna áherslu flokksins á kerfisbreytingar í fjármálakerfinu. Vegna snjóboltaáhrifa af kröfu Vinstri grænna um að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra, er fjármálaráðuneytið hins vegar óumsemjanlega frátekið fyrir Bjarna Benediktsson. Því hefur komið til tals að fjölga ráðuneytum þannig að fjármálunum verði skipt upp í tvö ráðuneyti og þannig horfið aftur til þess fyrirkomulags sem tíðkaðist fyrir árið 2009 þegar ríkisfjármálin annars vegar og viðskiptamálin hins vegar voru í sitthvoru ráðuneytinu. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem fór frá í kjölfar efnahagshrunsins, hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjármálaráðuneytið sem Árni Mathiesen stýrði en Björgvin G. Sigurðsson var ráðherra Samfylkingarinnar í viðskiptaráðuneytinu. Verði þessi uppstokkun að veruleika má ætla að málefni sem tengjast annars vegar Seðlabankanum og hins vegar kjaramálunum verði í fjármálaráðuneytinu en uppstokkun fjármálakerfisins og málefni bankanna verði í hinu nýja ráðuneyti. Fjölgun ráðuneyta yrði þá einnig til hagsbóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda hefði fjölgunin líklega í för með sér að flokkurinn fengi ekki aðeins fimm heldur sex ráðuneyti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00 Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Ágreiningur gæti orðið um atvinnumál og umhverfismál Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru bjartsýnir á stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hófust formlega í gær. Telja stjórn flokkanna geta aukið stöðugleika í stjórnmálum. 15. nóvember 2017 06:00
Áfram fundað um stjórnarmyndun í dag Formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna munu eiga fund fyrir hádegi í dag í formlegum viðræðum flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. 15. nóvember 2017 09:53
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00