Hjörvari fannst Diego og Rúnar slakir og vill sjá Andra og Albert fá tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 08:45 Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 Sport, vill að Andri Rúnar Bjarnason og Albert Guðmundsson fái tækifæri í næstu landsliðsverkefnum karlalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var alls ekki sáttur með frammistöðu Íslands á móti Katar á þriðjudaginn en margir fengu tækifæri í leikjunum í Katar. Heimir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumir hefðu nýtt tækifærið ágætlega en fleiri hefðu ekki gert það og ættu langt í land með að verða samkeppnishæfir fyrir HM.Heimir var ósáttur.vísir/afp„Maður veltir fyrir sér hvaða leikmenn hann er að tala um. Hann gæti verið að tala um Diego Jóhannesson sem kom inn í hægri bakvörðinn. Hann var ekki góður. Rúnar Már átti ekki góðan leik heldur,“ segir Hjörvar Hafliðason. „Leikmaður sem er gjörsamlega týndur er Arnór Ingvi Traustason sem var ein af hetjum okkar í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan. Hvað kom fyrir hann? Hann er gjörsamlega óþekkjanlegur inni á vellinum.“ „Af þessum eldri strákum er Gylfi alltaf frábær en leikurinn á móti Katar er í eina skiptið sem ég hef séð Gylfa ekki góðan með landsliðinu. Hann var bara með hugann við verkefni helgarinnar með Everton,“ segir Hjörvar. Lykilmenn íslenska liðsins voru í afslöppun í Katar eftir stórbrotna frammistöðu á árinu.Albert Guðmundsson á að fá sénsinn, segir Hjörvar.vísir/anton„Mér fannst stemningin í ferðinni vera þannig að þarna var verið að gefa mönnum smá frí. En svo varð Heimir mjög ósáttur eftir leikinn á móti Katar og talaði um að margir leikmenn þyrftu að bæta sig á hálfu ári,“ segir Hjörvar sem vill fá að sjá nokkra spennandi leikmenn í næsta landsliðsverkefni á nýju ári. „Andri Rúnar Bjarnason er spennandi leikmaður og ég væri til í að sjá meira af Rúnari Alex, markverði. Hann er fyrsti íslenski nútíma markvörðurinn sem sparkar með hægri og vinstri og er jafngóður í fótbolta og aðrir leikmenn inni á vellinum,“ segir Hjörvar. „Ég get líka alveg séð fyrir mér Albert litla Guðmundsson sem er reyndar ekkert lítill lengur. Hann er orðinn tvítugur og er besti leikmaðurinn í U21 árs landsliðinu. Það er leikmaður sem ég væri til í að sjá fá tækifæri í næsta verkefni,“ segir Hjörvar Hafliðason. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15 Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Sjá meira
Umfjöllun: Katar - Ísland 1-1 │ Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Ísland kastaði frá sér sigri í uppbótartíma gegn Katar. Ísland var 1-0 yfir allt þar til Katar jafnaði í blálokin er íslenska vörnin svaf illa á verðinum. 14. nóvember 2017 18:15
Heimir: Drullusvekktur með þessa frammistöðu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Katar í dag í leik sem endaði 1-1. 14. nóvember 2017 19:51