Íslenska vörnin hefur aldrei verið betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 06:00 Hannes Þór Halldórsson og félagar í íslenska landsliðinu fagna sigri á Kósóvó og sæti á HM 2018. Fréttablaðið/Anton Leikirnir við Tékka og Katar við Persaflóann á síðustu dögum skiptu kannski litlu máli í stóra samhenginu. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talaði sjálfur meira um að þetta væri mórölsk uppskeruferð fyrir hetjur liðsins heldur en að þarna ætti að leggja leikfræðilegan grunn að enn frekari afrekum liðsins. Strákarnir okkar hafa þrátt fyrir þennan rólega endi á landsliðsárinu skilað íslenska liðinu upp í nýjar hæðir með magnaðri frammistöðu og eins og síðustu ár héldu metin áfram að falla á þessu landsliðsári. Knattspyrnuárið 2017 var fyrir löngu orðið sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta enda strákarnir okkar komnir inn á HM í fyrsta sinn.Átta mörk í plús Frábær árangur liðsins var líka einstakur því íslenska liðið fékk aðeins á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik og skoraði átta mörkum meira en mótherjarnir. Það hefur aldrei gerst áður á landsliðsári þar sem Ísland hefur spilað fleiri en einn landsleik. Síðustu tveir leikir landsliðsins voru þessir vináttuleikir við Tékklandi og Katar í Katar en liðið vann hvorugan þeirra, tapaði 2-1 fyrir Tékkum og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Katar. Endirinn var ekki alveg í samræmi við leikina á undan þegar ekkert mátti klikka og strákarnir kláruðu verkefnið með stæl. Met íslenska landsliðsins hafa fallið hvert á fætur öðru á síðustu árum enda árangur fótboltalandsliðsins verið einstakur og í raun heimsfrétt. Árið 2016 var til dæmis sett nýtt leikjamet (17 leikir), markamet (30 mörk) og met í sigurleikjum (8 sigrar).Skoruðu aðeins minna Íslenska liðið skoraði aðeins minna í ár en varðist aftur á móti mun betur. Þetta er til dæmis aðeins sjöunda landsliðsárið þar sem Ísland fær á sig minna en mark að meðaltali í leik. Íslenska vörnin gerði mun betur en það, því liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í 12 leikjum eða 0,58 mörk að meðaltali. Liðið er að fá næstum því marki minna á sig í leik heldur en árið á undan. Ef það er hægt að finna að einhverju á árinu 2016 var það að íslenska liðið fékk á sig 26 mörk eða 1,5 mörk að meðaltali í leik. Heimir Hallgrímsson og strákarnir lokuðu hins vegar vörninni á árinu 2017 ekki síst í keppnisleikjunum þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum í undankeppninni.Eitt og hálft stig á hvert mark Varnarleikurinn sá til þess að hvert skorað mark í keppnisleikjum ársins var virði 1,5 stiga því tíu mörk í undankeppni HM skiluðu íslenska liðinu alls fimmtán stigum á árinu 2017. Skömmu fyrir leikslok á móti Katar á þriðjudaginn stefndi í að íslenska liðið væri að fara halda hreinu í sjöunda sinn á árinu og tryggja sér áttunda sigurleik ársins. Katarmenn jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og metið yfir hæsta hlutfall sigurleikja frá árinu 1999 (60 prósent) lifir því áfram. Metið frá því í fyrra yfir flesta sigurleiki (8) stendur líka áfram eitt og sér þökk sé þessu óþarfa jöfnunarmarki Katarbúa. Íslenska liðið vann alls sjö leiki á árinu 2017 eða 58 prósent af tólf landsleikjum ársins. Það verður þó að taka það fram að árangur ársins 1948 verður reyndar aldrei bættur heldur aðeins jafnaður. Íslenska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Finnum í eina landsleik ársins og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörkin. Eina tapið í mótsleik í ár var hins vegar tap fyrir Finnum í september. Íslenska liðið hefur alltaf getað skorað mörk og sannaði það enn einu sinni á árinu 2017. Liðið skoraði í 9 af 12 leikjum sínum og gerði meira en mark í leik sjötta landsliðsárið í röð. Íslenska landsliðið hélt því áfram að skora um leið og vörninni var lokað. Það er því engin tilviljun að íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fyrsta sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Leikirnir við Tékka og Katar við Persaflóann á síðustu dögum skiptu kannski litlu máli í stóra samhenginu. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talaði sjálfur meira um að þetta væri mórölsk uppskeruferð fyrir hetjur liðsins heldur en að þarna ætti að leggja leikfræðilegan grunn að enn frekari afrekum liðsins. Strákarnir okkar hafa þrátt fyrir þennan rólega endi á landsliðsárinu skilað íslenska liðinu upp í nýjar hæðir með magnaðri frammistöðu og eins og síðustu ár héldu metin áfram að falla á þessu landsliðsári. Knattspyrnuárið 2017 var fyrir löngu orðið sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta enda strákarnir okkar komnir inn á HM í fyrsta sinn.Átta mörk í plús Frábær árangur liðsins var líka einstakur því íslenska liðið fékk aðeins á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik og skoraði átta mörkum meira en mótherjarnir. Það hefur aldrei gerst áður á landsliðsári þar sem Ísland hefur spilað fleiri en einn landsleik. Síðustu tveir leikir landsliðsins voru þessir vináttuleikir við Tékklandi og Katar í Katar en liðið vann hvorugan þeirra, tapaði 2-1 fyrir Tékkum og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Katar. Endirinn var ekki alveg í samræmi við leikina á undan þegar ekkert mátti klikka og strákarnir kláruðu verkefnið með stæl. Met íslenska landsliðsins hafa fallið hvert á fætur öðru á síðustu árum enda árangur fótboltalandsliðsins verið einstakur og í raun heimsfrétt. Árið 2016 var til dæmis sett nýtt leikjamet (17 leikir), markamet (30 mörk) og met í sigurleikjum (8 sigrar).Skoruðu aðeins minna Íslenska liðið skoraði aðeins minna í ár en varðist aftur á móti mun betur. Þetta er til dæmis aðeins sjöunda landsliðsárið þar sem Ísland fær á sig minna en mark að meðaltali í leik. Íslenska vörnin gerði mun betur en það, því liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í 12 leikjum eða 0,58 mörk að meðaltali. Liðið er að fá næstum því marki minna á sig í leik heldur en árið á undan. Ef það er hægt að finna að einhverju á árinu 2016 var það að íslenska liðið fékk á sig 26 mörk eða 1,5 mörk að meðaltali í leik. Heimir Hallgrímsson og strákarnir lokuðu hins vegar vörninni á árinu 2017 ekki síst í keppnisleikjunum þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum í undankeppninni.Eitt og hálft stig á hvert mark Varnarleikurinn sá til þess að hvert skorað mark í keppnisleikjum ársins var virði 1,5 stiga því tíu mörk í undankeppni HM skiluðu íslenska liðinu alls fimmtán stigum á árinu 2017. Skömmu fyrir leikslok á móti Katar á þriðjudaginn stefndi í að íslenska liðið væri að fara halda hreinu í sjöunda sinn á árinu og tryggja sér áttunda sigurleik ársins. Katarmenn jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og metið yfir hæsta hlutfall sigurleikja frá árinu 1999 (60 prósent) lifir því áfram. Metið frá því í fyrra yfir flesta sigurleiki (8) stendur líka áfram eitt og sér þökk sé þessu óþarfa jöfnunarmarki Katarbúa. Íslenska liðið vann alls sjö leiki á árinu 2017 eða 58 prósent af tólf landsleikjum ársins. Það verður þó að taka það fram að árangur ársins 1948 verður reyndar aldrei bættur heldur aðeins jafnaður. Íslenska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Finnum í eina landsleik ársins og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörkin. Eina tapið í mótsleik í ár var hins vegar tap fyrir Finnum í september. Íslenska liðið hefur alltaf getað skorað mörk og sannaði það enn einu sinni á árinu 2017. Liðið skoraði í 9 af 12 leikjum sínum og gerði meira en mark í leik sjötta landsliðsárið í röð. Íslenska landsliðið hélt því áfram að skora um leið og vörninni var lokað. Það er því engin tilviljun að íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fyrsta sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn