Ekki búið að semja um að Katrín fari í forsætisráðuneytið Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2017 19:07 Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Ekki hefur formlega verið gengið frá samkomulagi um að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra í viðræðum hennar og formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formennirnir segja viðræðurnar þó ganga vel. Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum frá því upp úr hádegi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þau bjartsýn á að niðurstaða fáist innan nokkurra daga.Heldur þú að þetta verði örugglega að stjórn? „Ég hef alltaf verið bjartsýnn að við náum til enda. Sjáum bara til,“ sagði Sigurður Ingi sem vildi ekki upplýsa hvort til stæði að fjölga ráðherrum en taldi mikilvægt að ræða við forystufólk aðila vinnumarkaðarins í dag.Hvers eruð þið að óska eftir að heyra frá þeim? „Við ákváðum að þar sem að þessi kjaralota sem er fram undan er eitt af stærstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar og hugsanleg aðkoma, að það væri mikilvægt að ræða við aðila vinnumarkaðarins,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var einnig bjartsýnn á að formennirnir næðu saman. „Mér finnst vera ágætis bjartsýni í þessu samtali. Við erum að þessu til að ná saman. Auðvitað getur maður ekki útilokað að eitthvað komi upp á. En mér finnst þetta ganga ágætlega,“ sagði Bjarni en ekki væri búið að ljúka viðræðum um fjölda ráðuneyta eða ráðherra enda ekki aðalatriði á þessari stundu.Er enn þá eða er gengið út frá því að Katrín verði forsætisráðherra ef þetta nær að landi? „Það er meðal þess sem við höfum verið að ræða,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.Við heyrðum á Bjarna áðan að hann var ekkert alveg viss um að þú yrðir forsætisráðherra í stjórninni. Er ekki gengið út frá því enn þá? „Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig er það bara,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir en var engu að síður bjartsýn á gang viðræðnanna einis og Sigurður Ingi og Bjarni. Ef Katrín fer í forsætisráðuneytið sagði Bjarni eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en ella. Nú ræddu þau hvert mál fyrir sig og þannig næðist utan um helstu mál að lokum. „Þess vegna þurfum við bara smá vinnufrið í nokkra daga til að reyna að ljúka þessu,“Þannig að þið þurfið að minnsta kosti helgina, eða hvað? „Já, ég er að segja að það gæti verið að við náum að ljúka þeirri vinnu um helgina. Ég vona það,“ sagði Bjarni. Katrín segir hafa legið ljóst fyrir frá upphafi viðræðna og fyrir kosningar að allir þyrftu að gera málamiðlanir í þessum viðræðum. „Við erum auðvitað mjög meðvituð um að það verður að gera málamiðlanir í hvaða stjórnarsamstarfi sem er. Skilaboð kosninganna eru vissulega blendin í þessum efnum líka og það kallar á að allir flokkar séu meðvitaðir um þetta. En það er bara með þetta eins og þegar samið er um ríkisstjórn að þá virka hnútarnir þannig að þeir leysast yfirleitt allir í einu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira