Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:00 Kenny Dalglish á þessum hræðilega degi á Hillsborough í apríl 1989. Vísir/Getty Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira