Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék annan hringinn á CME-mótinu í Flóría á 74 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari.
Hún var á tveimur höggum undir pari fyrir fyrsta hringinn og er því samtals á parinu eftir tvo daga.
Ólafía fékk tvo fugla og fjóra skolla á hringnum í dag. Nokkuð stöðugt golf eins og venjulega hjá henni.
Vel var fylgst með henni í dag og má lesa textalýsingu hér að neðan.
