George Bush eldri sakaður um að þukla á túlki Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2017 15:33 Bush eldri virðist hafa lagt það í vana sinn að klípa konur í rassinn ef marka má frásagnir nokkurra kvenna undanfarið. Vísir/AFP Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06
Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01