Heimislisti strákanna okkar sjö mánuðum fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 06:00 Hverjir fara til Rússlands? vísir/anton Íslensku landsliðsmennirnir fá ekki oft opinberan reiðilestur frá landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu það eftir æfingamótið í Katar. Íslenska landsliðið mætti í smáríkið við Persaflóa á þriggja leikja sigurgöngu og búið að ná í fimmtán stig í síðustu sex leikjum undankeppni HM 2018. Lykilmennirnir fengu létta skemmtiferð til Katar að launum fyrir magnaða frammistöðu þegar þeir tryggðu Íslandi sögulegan farseðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri til að sýna sig og sanna.Þurfa miklar framfarir „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið eftir seinni leikinn. Já, það má taka undir þessi orð þjálfarans. Heimir gerði litlar breytingar á hópnum sínum á lokaspretti undankeppninnar og það þarf miklu meira að gerast ef menn ætla að koma sér frekar inn í myndina hjá Eyjamanninum. Íslenska landsliðið stillti upp sama byrjunarliði í öllum fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi og allir þeir leikmenn voru í risahlutverki í undankeppni HM fyrir utan Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur í meira en eitt og hálft ár. Stóru breytingarnar í goggunarröðinni voru þær að Hörður Björgvin Magnússon tók vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni, Alfreð Finnbogason kom inn fyrir Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi sig og sannaði með góðri frammistöðu á miðjunni þegar Gylfi var færður framar.Allir þrír sem stimpluðu sig inn voru með í EM-hópnum. Það var líka Sverrir Ingi Ingason en hlutverk hans í liðinu er að vaxa. Björn Bergmann Sigurðarson fékk líka tækifæri þegar það vantaði menn í liðið en hann hefur síðan misst af vetrarleikjunum vegna meiðsla. Björn Bergmann er samt enn í dag þriðji kostur í framlínunni.14 af 23 alveg öruggir 23 leikmenn fóru með á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það er ekki hægt að sjá annað sjö mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en að fjórtán þeirra séu alveg öruggir með sæti í HM-hópnum. Næstu menn þurfa síðan að spila frá sér sæti í hópnum. Baráttusætin eru varamarkmannsstöðurnar, tveir síðustu varnarmenn hópsins, þrjár miðjustöður og síðustu framherjastöðurnar. Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir Eiður Smári Guðjohnsen (hættur) og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur) verða ekki með í HM-hópnum og og Haukur Heiðar Hauksson er heldur ekki líklegur. Það verða því pottþétt þrjár breytingar, en verða þær fleiri?Ekki mikið að rugga bátnum Menn voru í það minnsta ekki að rugga bátnum mikið með frammistöðu sinni í Katar. Mesti möguleikinn liggur kannski í þriðju markmannsstöðunni þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er að banka fast á dyrnar. Theódór Elmar Bjarnason er búinn að stimpla sig aftur inn og það er líklegt að fjölhæfni hans og Hjartar Hermannssonar tryggi þeim báðum afleysingahlutverk á HM. Þeir voru báðir með á EM í Frakklandi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan leik á móti Katar og kemur til greina í hópinn. Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í Frakklandi en ætti kannski að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu eftir slaka frammistöðu í Katar og slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik Gíslason missti af EM en hefur alltaf verið hluti af kynslóðinni sem breytti landsliðinu. Rúrik setti nú samt ekki mikla pressu á Heimi með frammistöðu sinni í Katar og hann var ekki sá eini sem nýtti ekki gott tækifæri til að sýna sig og sanna.Góð mörk en við þurfum meira Framherjarnir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason minntu hins vegar á sig með góðum mörkum og frammistaða Kjartans Henrys á móti Tékkum var einn af jákvæðustu hlutum ferðarinnar. Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Bergmann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið aðeins minnkað en líklegra er þó að Heimir velji á milli þeirra Kjartans og Viðars fremur en að fara með þá báða. Margir bíða samt eftir því hvort Albert Guðmundsson gefi Heimi ástæðu til að taka sig með. Albert hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV en á meðan hann er ekki að spila fleiri mínútur í toppbolta þá eru ekki miklar líkur á því að hann fari með til Rússlands.Sjö mánuðir til stefnu Það eru enn sjö mánuðir í það að Heimir Hallgrímsson taki þessa erfiðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga sem munu skrifa nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og spilatími gæti breytt hlutum og þá á landsliðið eftir að hittast nokkrum sinnum þangað til. Tækifærin í Katar runnu frá mönnum en sjáum til hvað gerist í janúar og mars. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir fá ekki oft opinberan reiðilestur frá landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni en þeir fengu það eftir æfingamótið í Katar. Íslenska landsliðið mætti í smáríkið við Persaflóa á þriggja leikja sigurgöngu og búið að ná í fimmtán stig í síðustu sex leikjum undankeppni HM 2018. Lykilmennirnir fengu létta skemmtiferð til Katar að launum fyrir magnaða frammistöðu þegar þeir tryggðu Íslandi sögulegan farseðil á sitt fyrsta HM en í þeirra stað áttu „aukaleikararnir“ að fá tækifæri til að sýna sig og sanna.Þurfa miklar framfarir „Í júní erum við að fara að spila við bestu lið heims og það þurfa ansi margir að taka miklum framförum á næstu sjö mánuðum ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir í Rússlandi,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið eftir seinni leikinn. Já, það má taka undir þessi orð þjálfarans. Heimir gerði litlar breytingar á hópnum sínum á lokaspretti undankeppninnar og það þarf miklu meira að gerast ef menn ætla að koma sér frekar inn í myndina hjá Eyjamanninum. Íslenska landsliðið stillti upp sama byrjunarliði í öllum fimm leikjum sínum á EM í Frakklandi og allir þeir leikmenn voru í risahlutverki í undankeppni HM fyrir utan Kolbein Sigþórsson sem hefur verið meiddur í meira en eitt og hálft ár. Stóru breytingarnar í goggunarröðinni voru þær að Hörður Björgvin Magnússon tók vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni, Alfreð Finnbogason kom inn fyrir Kolbein og Emil Hallfreðsson sýndi sig og sannaði með góðri frammistöðu á miðjunni þegar Gylfi var færður framar.Allir þrír sem stimpluðu sig inn voru með í EM-hópnum. Það var líka Sverrir Ingi Ingason en hlutverk hans í liðinu er að vaxa. Björn Bergmann Sigurðarson fékk líka tækifæri þegar það vantaði menn í liðið en hann hefur síðan misst af vetrarleikjunum vegna meiðsla. Björn Bergmann er samt enn í dag þriðji kostur í framlínunni.14 af 23 alveg öruggir 23 leikmenn fóru með á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það er ekki hægt að sjá annað sjö mánuðum fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi en að fjórtán þeirra séu alveg öruggir með sæti í HM-hópnum. Næstu menn þurfa síðan að spila frá sér sæti í hópnum. Baráttusætin eru varamarkmannsstöðurnar, tveir síðustu varnarmenn hópsins, þrjár miðjustöður og síðustu framherjastöðurnar. Það er nokkuð ljóst að EM-fararnir Eiður Smári Guðjohnsen (hættur) og Kolbeinn Sigþórsson (meiddur) verða ekki með í HM-hópnum og og Haukur Heiðar Hauksson er heldur ekki líklegur. Það verða því pottþétt þrjár breytingar, en verða þær fleiri?Ekki mikið að rugga bátnum Menn voru í það minnsta ekki að rugga bátnum mikið með frammistöðu sinni í Katar. Mesti möguleikinn liggur kannski í þriðju markmannsstöðunni þar sem Rúnar Alex Rúnarsson er að banka fast á dyrnar. Theódór Elmar Bjarnason er búinn að stimpla sig aftur inn og það er líklegt að fjölhæfni hans og Hjartar Hermannssonar tryggi þeim báðum afleysingahlutverk á HM. Þeir voru báðir með á EM í Frakklandi. Jón Guðni Fjóluson átti fínan leik á móti Katar og kemur til greina í hópinn. Arnór Ingvi Traustason sló í gegn á EM í Frakklandi en ætti kannski að hafa smá áhyggjur af HM-sætinu eftir slaka frammistöðu í Katar og slæma stöðu hjá sínu félagi. Rúrik Gíslason missti af EM en hefur alltaf verið hluti af kynslóðinni sem breytti landsliðinu. Rúrik setti nú samt ekki mikla pressu á Heimi með frammistöðu sinni í Katar og hann var ekki sá eini sem nýtti ekki gott tækifæri til að sýna sig og sanna.Góð mörk en við þurfum meira Framherjarnir Viðar Örn Kjartansson og Kjartan Henry Finnbogason minntu hins vegar á sig með góðum mörkum og frammistaða Kjartans Henrys á móti Tékkum var einn af jákvæðustu hlutum ferðarinnar. Líkurnar á HM-sæti hjá Birni Bergmann Sigurðarsyni hafa fyrir vikið aðeins minnkað en líklegra er þó að Heimir velji á milli þeirra Kjartans og Viðars fremur en að fara með þá báða. Margir bíða samt eftir því hvort Albert Guðmundsson gefi Heimi ástæðu til að taka sig með. Albert hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði PSV en á meðan hann er ekki að spila fleiri mínútur í toppbolta þá eru ekki miklar líkur á því að hann fari með til Rússlands.Sjö mánuðir til stefnu Það eru enn sjö mánuðir í það að Heimir Hallgrímsson taki þessa erfiðu ákvörðun og velji þá 23 víkinga sem munu skrifa nafn sitt í sögu íslenskrar knattspyrnu. Meiðsli og spilatími gæti breytt hlutum og þá á landsliðið eftir að hittast nokkrum sinnum þangað til. Tækifærin í Katar runnu frá mönnum en sjáum til hvað gerist í janúar og mars.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira