Ólafía Þórunn missti flugið á seinni níu Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. nóvember 2017 19:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira