Ólafía Þórunn missti flugið á seinni níu Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. nóvember 2017 19:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er örugg með þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, átti misjafnan dag á þriðja degi CME-mótsins sem er lokamót LPGA-mótaraðarinnar á þessu tímabili en eftir fína spilamennsku framan af komu fjórir skollar á seinni níu holunum. Ólafía er þegar þetta er skrifað í 60-64. sæti þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en lokadagur þessa síðasta móts ársins á LPGA-mótaröðinni fer fram á morgun. Ólafía sem hóf þriðja hring á tíundu flöt var að slá vel og langt af teig í dag en innáhöggin og púttin voru að stríða henni. Það kom hinsvegar ekki að sök framan af þar sem hún fékk par á öllum holunum á fyrri níu og var á parinu þegar hringurinn var hálfnaður. Eftir tíunda parið í röð komu tveir skollar á þremur holum og var Ólafía skyndilega komin tveimur höggum yfir parið. Þrjú pör fylgdu því áður en þriðji skollinn leit dagsins ljós á áttundu braut, næst síðustu holu dagsins hjá henni. Hún lauk svo leik á skolla á níundu braut vallarins en þetta var þriðja skiptið í röð sem Ólafía fær skolla á þessari braut sem hefur reynst henni erfið. Hún var líkt og fyrri dagana að slá vel af teig og slá töluvert lengra en á fyrsta degi en hún púttaði 33 sinnum í dag, 5 sinnum oftar en á fyrsta hring. Hún fær tækifæri til að svara fyrir þetta á lokadegi mótsins á morgun en hún vill eflaust bæta upp fyrir spilamennsku dagsins á síðasta hring hennar á þessari sterkustu mótaröð heims á þessu ári. Hún þarf þó ekki að örvænta en eins og áður hefur komið fram á Vísi hefur hún þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári eftir gott nýliðaár á þessari sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira