Værum að leiða til valda mjög laskaðan flokk og laskaðan formann Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 14:38 „Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Þó að Katrín Jakobsdóttir treysti Bjarna Benediktssyni þá er ekkert þar með sagt að við hin treystum honum enda hefur kannski ekkert komið í ljós til þess að efla það traust,“ sagði Rósa Björg Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Rósa segir að það hafi verið mikið ákall í íslensku samfélagi frá hruni og einnig frá því kosið var árið 2016 um ný vinnubrögð, ný viðhorf og nýja pólitík. „Ég leyfi mér að efast um það að leiða flokk í fimm til sex ráðuneyti sem ekki hefur sýnt neina iðrun eða yfirbót í málum þegar kemur að samkrulli stjórnmála og viðskipta eða þá í málum er snúast um femínisma, eins og uppreist æru.“ Hún segist einnig efast um það að það sé nægilegt traust á milli flokkanna sem standa í stjórnarmyndnarviðræðum. „Ríkisstjórnarsamband snýst um traust á milli flokka, það snýst ekki bara um traust á milli persóna.“Ekki mikill fögnuður yfir hugsanlegri ríkisstjórn Aðspurð að því hvort það verði mikill fögnuður hjá henni ef þessi stjórn verður til þá segir Rósa að svo sé ekki. “Það hefur komið opinberlega fram hver mín afstaða er. Ég hef lýst yfir andstöðu minni yfir því að við séum að fara í viðræður við þessa flokka,” segir Rósa Björg og bætir við að afstaða hennar byggi ekki eingöngu á málefnasamningi, heldur líka á spurningu um traust og siðferði sem sé meira ráðandi en annað að hennar mati. Hún segir að ekki sé víst að hún muni styðja hina hugsanlegu ríkisstjórn, jafnvel þó stjórnarsáttmálinn yrði góður. „Við skulum bíða og sjá. Það eru mörg mál sem við vitum öll af sem hafa umleikið Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, eftir hrun, sem eru þess valdandi að það er ekki eins og traust á þeim flokki hafi eflst og við getum alveg nefnt þau mál sem kosið var útaf fyrir ári síðan, það eru Panamaskjölin og svo náttúrulega líka þau mál sem urðu þess valdandi að sett var lögbann á Stundina, þ.e.a.s. viðskipti formannsinns varðandi Glitni. Síðan kannski líka mál eins og skipun dómara í Landsrétt og síðast en ekki síst uppreist æru máli sem hlýtur að sitja í ansi mörgum.“ Rósa segist ekkert vita um það hvort flokksráðið muni samþykkja stjórnarsáttmálann en segir að vissulega hafi verið úrsagnir úr flokknum og að óánægja hafi ríkt með viðræðurnar. „Á þessum tíma frá því viðræðurnar fóru af stað hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um 4 prósent og 40 prósent þeirra sem taka afstöðu sem segjast hafa kosið Vinstri græna ætla ekki að gera það aftur. Það eru auðvitað heilmikil tíðindi þegar þessi ríkisstjórn er ekki komin, þegar við erum ennþá bara í viðræðum,“ segir Rósa Björg. „Ef af þessu verður erum við að leiða til valda mjög laskaðan flokk og mjög laskaðan formann,“ segir Rósa Björg.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira