Þorsteinn segir mögulegt stjórnarmynstur hafa verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 16:20 Þorsteinn Víglundsson segir að ríkisstjórn D, F og V verði "kyrrstöðustjórn“. Vísir/GVA „Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“ Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
„Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira