Þorsteinn segir mögulegt stjórnarmynstur hafa verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 16:20 Þorsteinn Víglundsson segir að ríkisstjórn D, F og V verði "kyrrstöðustjórn“. Vísir/GVA „Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“ Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira
„Ég held raunar þegar maður horfir á það hversu hratt þessar viðræður hafa gengið fram, hversu fljótt var skilið við hinar, að þetta stjórnarmynstur hafi verið miklu lengur í bígerð en raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þorsteinn segist telja að það stjórnarmynstur sem unnið er að núna hafi verið í bígerð frá því löngu fyrir kjördag. „Ég held það hafi í raun verið langt komið í tilraun við að mynda stjórn af þessu tagi þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð og ég held að það sé alveg ljóst að undirbúningur að þessu stjórnarsamstarfi hafi staðið miklu lengur en undanfarna viku eða tvær.“ Hann segir að bandalag Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar hafi viljað setja fram skýra valkosti fyrir Vinstri græna og Framsóknarflokkinn. „Helsta ástæðan fyrir því að uppúr slitnaði í fjórflokkaviðræðunum voru sagðar vera naumur meirihluti og við ákváðum þá að það væri skynsamlegt að sýna að það væri málefnaleg samstaða þessara þriggja flokka til viðræðna við Vinstri græn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar sem væri þá með mjög traustan þingmeirihluta. Ef rétt var með farið að ekki hefði málefnalega mikið borið á milli þessara flokka.“ Flokkarnir þrír lýstu í síðustu viku yfir vilja til að mynda stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki ef ekkert verður úr viðræðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem nú standa yfir.Kyrrstöðustjórn Þorsteinn er ekki bjartsýnn á velgengni þeirrar ríkisstjórnar sem mögulega verður. „Ég held að þetta verði kyrrstöðustjórn, það hljómar á einfaldan þátt þannig að það hafi strax verið tekin afstaða til þess að það yrðu engar skattabreytingar, þetta væri fyrst og fremst spurning um forgangsröðun útgjalda og í raun og veru öll meiriháttar ágreiningsefni sett til hliðar,“ segir Þorsteinn og bætir við að hann telji þetta ekki vera gott upplegg í ríkisstjórnarsamstarf. Hann segir stjórnmálin snúast um eitthvað annað og meira heldur en útgjaldastjórn ríkissjóðs. „Það er einhver hugmyndafræðilegur ágreiningur sem þarna ríkir á milli og það sem að vekur athygli í væntanlegu stjórnarsamstarfi þessara þriggja flokka er að það er ekki í raun og veru þessi sameining á hægri vinstri ás eða brúun sem er að eiga sér stað heldur miklu frekar mjög mikil hugmyndafræðileg samstaða ákveðinna þátta allra flokka sem snýr að mikilli íhaldssemi, í raun og veru afturhaldi ef það mætti orða það þannig.“ Þá segir hann að þetta sé varðstaða um óbreytt fyrirkomulag, ákveðna einangrunarhyggju. Hann segir að gagnvart ákveðnum þáttum flokkanna þriggja verði auðveldlega hægt að sameinast um ákveðna hugmyndafræði en stjórnin verði gríðarlega íhaldssöm. „Þarna erum við að sjá gríðarlega íhaldssama stjórn sem mun gera afskaplega lítið og verður sennilega sæmilegur friður um á meðan að vel árar í efnahagslífinu. En það eru æði mörg merki um það að sé að kólna hraðar en búist var við.“
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira