FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 10:45 Rússneska liðið á HM 2014 var allt í McLaren skjölunum vísir/getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. Þetta kemur fram í breska blaðinu Mail on Sunday í dag. Rodchenkov var yfirmaður stofnunarinnar sem sá um skipulagningu á lyfjanotkun íþróttafólks í Rússlandi. Hann flúði til Bandaríkjanna og sagði þá frá misnotkun Rússa á ólöglegum lyfjum sem leiddi til þess að Rússum var bönnuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Río og líklegast fá þeir ekki þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Pyeong. Rodchenkov og kanadíski saksóknarinn Richard McLaren hafa komið upp um ríkisstudda misnotkun Rússa og hafa margar stofnanir innan íþróttasamfélagsins tekið gögnum þeirra sem heilögum sannleik. Þar á meðal er Alþjóðaólympíunefndin og hafa margir íþróttamenn sem komið hefur verið upp um verið settir í lífstíðarbann. Í þessum gögnum, sem kölluð hafa verið McLaren-skjölin, þá kemur fram að 34 rússneskir fótboltamenn, þar á meðal allur hópur Rússa frá síðasta heimsmeistaramóti, þóknuðust á skipulagðri misnotkun Rússa. Þeir fengu úthlutuð lyf, fengu að sleppa við lyfjapróf, eða þá að ef þeir hafi fallið á lyfjaprófi þá var því sópað undir teppið. FIFA hefur verið að reyna að ná sambandi við Rodchenkov til þess að fá nánari upplýsingar um þessa misnotkun rússneskra fótboltamanna. Takist þeim það þá gæti það eyðilagt undirbúning Rússa fyrir Heimsmeistaramótið næsta sumar. Keppnin mun þó alltaf fara fram í Rússlandi, sama hvað kemur upp. Rodchenkov nýtur verndar í Bandaríkjunum, en hann óttast um líf sitt. Rússar bera mikla óbeit á honum vegna uppljóstrana hans, en Leonid Tyagachev, sem er háttsettur í Ólympíunefnd Rússa, sagði að hann ætti að vera tekinn af lífi fyrir lygar sínar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. Þetta kemur fram í breska blaðinu Mail on Sunday í dag. Rodchenkov var yfirmaður stofnunarinnar sem sá um skipulagningu á lyfjanotkun íþróttafólks í Rússlandi. Hann flúði til Bandaríkjanna og sagði þá frá misnotkun Rússa á ólöglegum lyfjum sem leiddi til þess að Rússum var bönnuð þátttaka á Ólympíuleikunum í Río og líklegast fá þeir ekki þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Pyeong. Rodchenkov og kanadíski saksóknarinn Richard McLaren hafa komið upp um ríkisstudda misnotkun Rússa og hafa margar stofnanir innan íþróttasamfélagsins tekið gögnum þeirra sem heilögum sannleik. Þar á meðal er Alþjóðaólympíunefndin og hafa margir íþróttamenn sem komið hefur verið upp um verið settir í lífstíðarbann. Í þessum gögnum, sem kölluð hafa verið McLaren-skjölin, þá kemur fram að 34 rússneskir fótboltamenn, þar á meðal allur hópur Rússa frá síðasta heimsmeistaramóti, þóknuðust á skipulagðri misnotkun Rússa. Þeir fengu úthlutuð lyf, fengu að sleppa við lyfjapróf, eða þá að ef þeir hafi fallið á lyfjaprófi þá var því sópað undir teppið. FIFA hefur verið að reyna að ná sambandi við Rodchenkov til þess að fá nánari upplýsingar um þessa misnotkun rússneskra fótboltamanna. Takist þeim það þá gæti það eyðilagt undirbúning Rússa fyrir Heimsmeistaramótið næsta sumar. Keppnin mun þó alltaf fara fram í Rússlandi, sama hvað kemur upp. Rodchenkov nýtur verndar í Bandaríkjunum, en hann óttast um líf sitt. Rússar bera mikla óbeit á honum vegna uppljóstrana hans, en Leonid Tyagachev, sem er háttsettur í Ólympíunefnd Rússa, sagði að hann ætti að vera tekinn af lífi fyrir lygar sínar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira