„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 10:15 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði að svara fyrir það sjálfir hvort á milli þeirra sé heiftarlegur ágreiningur. Menn geti hins vegar ekki látið ágreining koma í veg fyrir samvinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum en mikið hefur verið rætt um það hvort að Framsókn og Miðflokkurinn, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, geti unnið saman í ríkisstjórn. Lilja vill ekki svara því hvort að heiftarlegur ágreiningur sé á milli Sigmundar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og segir að þeir verði að svara fyrir það sjálfir. Hins vegar geti menn ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum. Rætt var við Lilju og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er sú að menn geta ekki látið persónulegan ágreining eða neitt slíkt koma í veg fyrir það að það sé hægt að vinna að góðum málum. Við útilokum ekki neinn og Framsóknarflokkurinn gerir það ekki en auðvitað hefur umræðan um þetta verið nokkuð athyglisverð,“ sagði Lilja um stöðuna milli Framsóknar og Miðflokksins.Segir bæði Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn hafa unnið sigur í kosningunum Hún sagði báða flokkana hafa unnið sigur í kosningunum. „Mér finnst að menn ættu einhvern veginn frekar að njóta þess. Ég vildi einmitt koma inn á það, eins og grein þinflokksformannsins [innsk. blm. Miðflokksins] í gær þar sem segir að sigur Framsóknarflokksins megi skýra með því að hann hafi skreytt sig með varaformanni Framsóknarflokksins. Þið getið ímyndað ykkur það ef menn myndu skýra sigur Miðflokksins með því að þeir hefðu skreytt sig með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hafið þið einhvern tímann heyrt neitt slíkt?“ spurði Lilja og bætti við að jafnréttismálin skipti miklu máli. Hún benti á að fimm konur og þrír karlar væru í þingflokki Framsóknarflokksins en aðeins ein kona í þingflokkinn Miðflokksins. Lilja sagðist frekar vilja ræða um jafnréttismálin en persónulegu málin. Vill breiða stjórn með fimm eða sex flokkum Bjarkey sagði að niðurstaða kosninganna kalli á breytingar í pólitíkinni og breiða samvinnu. „Ég held að það sé niðurstaðan. Hún segir okkur líka það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur þessi kjölfesta sem hann var alltaf. Þetta er næstversta útkoma þeirra í sögunni, það segir okkur líka eitthvað. Ég tek undir með Lilju við auðvitað stöndum okkur vel og höfum iðulega gert í kynjaskiptingu. [...] Ég myndi vilja sjá regnbogastjórn, svona breiða stjórn sem næði, eins og verið er að tala um núna fimm sex flokka stjórn, það er ákall um það og þar sem konur yrðu leiðandi afl. Að þar yrðu til dæmis fleiri konur en karlar, mér finnst ekki þörf á því að það sé jöfn kynjaskipting. Það hefur ævinlega verið meira og minna á hinn veginn þannig að ég held að það sé allt í lagi,“ sagði Bjarkey en hlusta má á spjallið við þær Lilju og Bjarkeyju í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37 Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00 Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum en mikið hefur verið rætt um það hvort að Framsókn og Miðflokkurinn, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður, geti unnið saman í ríkisstjórn. Lilja vill ekki svara því hvort að heiftarlegur ágreiningur sé á milli Sigmundar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og segir að þeir verði að svara fyrir það sjálfir. Hins vegar geti menn ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum. Rætt var við Lilju og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan í íslenskum stjórnmálum er sú að menn geta ekki látið persónulegan ágreining eða neitt slíkt koma í veg fyrir það að það sé hægt að vinna að góðum málum. Við útilokum ekki neinn og Framsóknarflokkurinn gerir það ekki en auðvitað hefur umræðan um þetta verið nokkuð athyglisverð,“ sagði Lilja um stöðuna milli Framsóknar og Miðflokksins.Segir bæði Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn hafa unnið sigur í kosningunum Hún sagði báða flokkana hafa unnið sigur í kosningunum. „Mér finnst að menn ættu einhvern veginn frekar að njóta þess. Ég vildi einmitt koma inn á það, eins og grein þinflokksformannsins [innsk. blm. Miðflokksins] í gær þar sem segir að sigur Framsóknarflokksins megi skýra með því að hann hafi skreytt sig með varaformanni Framsóknarflokksins. Þið getið ímyndað ykkur það ef menn myndu skýra sigur Miðflokksins með því að þeir hefðu skreytt sig með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hafið þið einhvern tímann heyrt neitt slíkt?“ spurði Lilja og bætti við að jafnréttismálin skipti miklu máli. Hún benti á að fimm konur og þrír karlar væru í þingflokki Framsóknarflokksins en aðeins ein kona í þingflokkinn Miðflokksins. Lilja sagðist frekar vilja ræða um jafnréttismálin en persónulegu málin. Vill breiða stjórn með fimm eða sex flokkum Bjarkey sagði að niðurstaða kosninganna kalli á breytingar í pólitíkinni og breiða samvinnu. „Ég held að það sé niðurstaðan. Hún segir okkur líka það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur þessi kjölfesta sem hann var alltaf. Þetta er næstversta útkoma þeirra í sögunni, það segir okkur líka eitthvað. Ég tek undir með Lilju við auðvitað stöndum okkur vel og höfum iðulega gert í kynjaskiptingu. [...] Ég myndi vilja sjá regnbogastjórn, svona breiða stjórn sem næði, eins og verið er að tala um núna fimm sex flokka stjórn, það er ákall um það og þar sem konur yrðu leiðandi afl. Að þar yrðu til dæmis fleiri konur en karlar, mér finnst ekki þörf á því að það sé jöfn kynjaskipting. Það hefur ævinlega verið meira og minna á hinn veginn þannig að ég held að það sé allt í lagi,“ sagði Bjarkey en hlusta má á spjallið við þær Lilju og Bjarkeyju í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37 Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00 Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi bítast um Lilju. 29. október 2017 15:37
Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. 1. nóvember 2017 06:00
Panamaprinsalaus ríkisstjórn í burðarliðnum Rætt um að allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eigi aðild að næstu ríkisstjórn. 31. október 2017 20:45