Katrín: Staðan skýrist á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2017 19:02 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07