Borussia Dortmund er enn án sigurs í Meistaradeild Evrópu í ár. Þýska liðið mætti APOEL frá Kýpur í kvöld og fóru leikar 1-1.
Dortmund er aðeins með tvö stig í 3. sæti H-riðils, fimm stigum á eftir Real Madrid sem er í 2. sætinu.
Tottenham, sem vann Real Madrid 3-1 á Wembley, er hins vegar með 10 stig á toppi riðilsins og komið áfram í 16-liða úrslit.
Í E-riðli vann Liverpool 3-0 sigur á Maribor á Anfield og Sevilla bar sigurorð af Spartak Moskvu, 2-1.
Liverpool með átta stig á toppi riðilsins, einu stigi á undan Sevilla og þremur á undan Spartak.
Manchester City tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-4 sigri á Napoli í F-riðli.
Shakhtar Donetsk fór einnig langt með að tryggja sig áfram með 3-1 sigri á Feyenoord sem er enn án stiga.
Besiktas er komið með annan fótinn í 16-liða úrslit eftir 1-1 jafntefli við Monaco í G-riðli. Tyrkirnir eru með 10 stig á toppi riðilsins, fjórum stigum á undan Porto sem vann 3-1 sigur á RB Leipzig.
Úrslit kvöldsins:
E-riðill:
Liverpool 3-0 Maribor
1-0 Mohamed Salah (49.), 2-0 Emre Can (64.), 3-0 Daniel Sturridge (90.).
Sevilla 2-1 Spartak Moskva
1-0 Clement Lenglet (30.), 2-0 Évar Banega (59.), 2-1 Zé Luís (78.).
F-riðill:
Napoli 2-4 Man City
1-0 Lorenzo Insigne (21.), 1-1 Nicolás Otamendi (34.), 1-2 John Stones (48.), 2-2 Jorginho, víti (62.), 2-3 Sergio Agüero (69.), 2-4 Raheem Sterling (90+2.).
Shakhtar Donetsk 3-1 Feyenoord
0-1 Nicolai Jörgensen (13.), 1-1 Facundo Ferreyra (14.), 2-1 Marlos (17.), 3-1 Marlos (68.).
G-riðill:
Besiktas 1-1 Monaco
0-1 Rony Lopes (45+1.), 1-1 Cenk Tuson, víti (54.).
Porto 3-1 RB Leipzig
1-0 Hector Herrera (13.), 1-1 Timo Werner (48.), 2-1 Danilo Pereira (61.), 3-1 Maxi Pereira (90+3.).
H-riðill:
Tottenham - Real Madrid
1-0 Dele Alli (27.), 2-0 Alli (56.), 3-0 Christian Eriksen (65.), 3-1 Cristiano Ronaldo (80.).
Dortmund 1-1 APOEL
1-0 Raphaël Guerreiro (29.), 1-1 Mickael Pote (51.).
Dortmund í vondum málum | Öll úrslit kvöldsins

Tengdar fréttir

Rauði herinn fór í gang í seinni hálfleik
Liverpool situr áfram á toppi E-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Maribor á Anfield í kvöld.

Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum
Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

City skoraði fjögur í Napoli og er komið áfram
Manchester City er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-4 útisigur á Napoli í F-riðli í kvöld.