Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2017 11:59 Formenn Framsóknar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja nú á fundi ásamt fulltrúa Pírata. Myndin er tekin síðastliðinn sunnudag við höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Vísir/Anton Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Kosningar 2017 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira