Fótbolti

Ensku haustlitirnir fallegir í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United og Tottenham eru að gera góða hluti í Meistaradeildinni.
Manchester United og Tottenham eru að gera góða hluti í Meistaradeildinni. vísir/getty
Enska haustið er fallegt í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið en ensku liðin fimm sem komust í riðlakeppnina hafa farið frábærlega af stað.

Ensk lið hafa átt erfitt uppdráttar í þessari sterkustu deild Evrópu undanfarin ár en nú virðist þau mörg hver líkleg til stórra afreka.

Eftir fjórar umferðir eru liðin fimm búin að spila samtals 20 leiki og aðeins einn hefur tapast. Það var í fyrrakvöld þegar að Chelsea fékk skell í Rómarborg, 3-0.

Bæði Manchester-liðin eru með fullkominn árangur í sínum riðlum þar sem þau eru búin að vinna fjóra leiki af fjórum og eru bæði með markatöluna +9. Manchester City var að klára að vinna Napoli í tvígang en ítalska liðið er eitt það allra besta í Evrópu um þessar mundir.

Tottenham vann sögulegan sigur á Real Madrid í gærkvöldi, 3-1, en Lundúnarliðið er búið að vinna þrjá leiki og gera eitt jafntefli í dauðariðlinum með Real Madrid og Dortmund. Hreint magnaður árangur hjá Spurs.

Liverpool byrjaði ekki vel með tveimur jafnteflum en er nú búið að vinna smáliðið Maribor tvívegis 7-0 úti og 3-0 heima. Það er í efsta sæti síns riðils rétt eins og öll liðin nema Chelsea.

Manchester-liðin bæði og Tottenham eru komin áfram í 16 liða úrslitin og Chelsea þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram. Liverpool er líka líklegt til að komast áfram og verða því líklega fimm ensk lið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni til þessa:

Manchester United

Basel (h) 3-0

CSKA Moskva (ú) 1-4

Benfica (ú) 0-1

Benfica (h) 2-0

4 leikir, 4 sigrar

12 stig af 12 mögulegum, markatala +9

1. sæti í riðli

Manchester City

Feyenoord (ú) 0-4

Shakhtar (h) 2-0

Napoli (h) 2-1

Napoli (ú) 2-4

4 leikir, 4 sigrar

12 stig af 12 mögulegum, markatala +9

1. sæti í riðli (komið áfram)

Chelsea

Qarabag (h) 6-0

Atlético (ú) 1-2

Roma (h) 3-3

Roma (ú) 3-0

4 leikir, 1 jafntefli, 1 tap

7 stig af 12 mögulegum, markatala +4

2. sæti í riðli (ekki komið áfram)

Tottenham

Dortmund (h) 3-1

APOEL (ú) 0-3

Real Madrid (ú) 1-1

Real Madrid (h) 3-1

4 leikir, 3 sigrar, 1 jafntefli

10 stig af 12 mögulegum, markatala +7

1. sæti í riðli (komið áfram)

Liverpool

Sevilla (h) 2-2

Spartak Mosvka (ú) 1-1

Maribor (ú) 0-7

Maribor (h) 3-0

4 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli

8 stig af 12 mögulegum, markatala +10

1. sæti í riðli (ekki komið áfram)

Samtals

20 leikir, 15 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap

49 stig af 60 mögulegum, markatala +39




Fleiri fréttir

Sjá meira


×