Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 16:58 Katrín ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. Vísir/Eyþór Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fór á fund forseta í dag og hlaut umboð til að hefja formlegar viðræður. Hún segir að lögð verði áhersla á stóru málin og nefndi þar heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál meðal annars. „Aukinheldur legg ég sérstaklega áherslu á, annars vegar jafnrétti og hins vegar loftslagsmál, að þau verði í öndvegi,“ sagði Katrín við blaðamenn að loknum fundi sínum með forsetanum. Hún segist enn fremur vilja leggja áherslu á aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi, í ljósi þess að fjögurra flokka stjórn myndi hafa tæpan meirihluta á þingi. „Við munum setjast yfir þetta á morgun, við munum hefja þær formlega á morgun. Við munum leggja okkur fram við að vinna hratt þannig að línur ættu að skýrast á næstu dögum.“Bjartsýnni en fyrir ári Katrín segist vera bjartsýnni á það nú heldur en fyrir ári síðan að samstaða náist um breiða stjórn. Erfitt reyndist að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar fyrir ári og reyndu nokkrir formenn að spreyta sig áður en sátt náðist um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Meðal annars voru gerðar nokkrar tilraunir til að mynda ríkisstjórn fimm flokka en það gekk þó ekki upp á endanum. „Ég bý að reynslunni og við mörg hver búum að reynslunni frá því fyrir ári og ég vil segja að öll þau samtöl sem ég hef átt núna hafa mér þótt vera uppbyggilegri en fyrir ári.“ Hún segi að skuldbinding liggi fyrir af hálfu allra flokkanna fjögurra til að reyna eftir bestu getu að sammælast um stjórnarsáttmála. Þá hafa flokkarnir um skiptingu ráðuneyta en að engin niðurstaða sé komin í það mál. „Það er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16