Segir að setja þurfi ESB og stjórnarskrána til hliðar svo viðræðurnar springi ekki Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2017 21:15 Sigurður Ingi, Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir ræðast við. Vísir „Ég held að það sé afskaplega erfitt að segja á þessu stigi,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, þegar hann er beðinn um að meta líkurnar á að viðræður stjórnarandstöðuflokkanna leiði til ríkisstjórnarsamstarfs. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk í dag umboð frá forseta Íslands til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Pírötum. Guðmundur segir ljóst að áhuginn sé fyrir hendi. „Og að þetta getur mögulega gengið, svo verður bara að sjá til. Katrín fékk umboðið og þá liggur væntanlega eitthvað að baki því,“ segir Guðmundur. „Það biður enginn um umboðið nema hann telji sig eiga einhverjar líkur á að mynda stjórn.“ Katrín sagði á Bessastöðum í dag að áhersla yrði lögð á að ná saman um tiltekin málefni og að allir flokkar í þessum viðræðum þurfi að leggja einhver mál til hliðar. „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál,“ sagði Katrín jafnframt.Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.Vísir/anton brinkEins manns meirihluti hræðir Guðmundur segir fyrri ríkisstjórn hafa verið með eins manns meirihluta. Ef þessi ríkisstjórn veðrur að veruleika verður hún einnig með eins manns meirihluta og það sé eitthvað sem hræði væntanlega þá sem standa að þessum viðræðum. „Það þarf þá í rauninni að geirnegla stjórnarsáttmálann og fá það á hreint til hvers sé verið að fara í stjórn. Ef mönnum tekst að finna línuna getur vel verið að þetta gangi. En það er mikilvægt að málefnin sem á að vinna að og samkomulag er um liggi fyrir. Þetta er dálítið óvenjulegt í íslenskri pólitík. Það var þriggja flokka ríkisstjórn með eins manns meirihluta sem gekk ekki upp og það er óvenjulegt að stórar ríkisstjórnir með mörgum flokkum og lítinn meirihluta standi. Það þarf svolítið nýja pólitíska list til að láta það ganga upp en við búum við þennan veruleika og það er vonandi að mönnum takist það,“ segir Guðmundur.Engin sátt um ESB og stjórnarskrá Hann heldur að ESB-málið og stjórnarskrármálið verði sett til hliðar. „Ef það á að setja þau efst á listann, þá springur þetta því um þessi mál er engin sátt. Ég held að það verði frekar að menn reyni að ná samkomulagi um heilbrigðismál, menntamál og þessi stóru mál og reyni að vinna í þeim. Þessi mál sem er mjög mikill ágreiningur um innan þessa hóps sem er þarna, og líka í samfélaginu, ef þú ert með lítinn meirihluta þá þýðir bara ekkert að vinna í þeim, þú verður bara að gjöra svo vel og láta þau bíða,“ segir Guðmundur.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata.Vísir/AntonÞórhildur Sunna Sævarsdóttir Pírati sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Píratar hafi sett stjórnarskrármálið á oddinn og bendir Guðmundur á að Samfylkingin hafi haft Evrópumálin framarlega hjá sér. „Ef þau setja það framarlega þá auðvitað gengur þetta ekki neitt,“ segir Guðmundur. „Þetta er eitt af því sem þau eru að semja um. Geta þau látið þau mál sem þau telja mest spennandi bíða vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki stuðning fyrir þeim. Það þarf að taka á þeim málum sem hóparnir eru sammála um og þá getur þetta gengið. Ef ekki, þá er þetta búið.“Allskonar hugmyndir hver á að fá umboðiðGuðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, taldi ástæðu til að skerpa á því að hann einni veiti formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Guðmundur segist ekki gera sér grein fyrir því af hverju forsetinn ákvað að gera það. „Ég veit það bara að það eru allskonar hugmyndir um stjórnarmyndunarviðræður en þetta snýst bara fyrst og fremst um það hver getur myndað stjórn. Það er það sem þetta snýst um. Það getur auðvitað bara einn gert það, þú getur bara myndað eina meirihlutastjórn. Það er kannski það að menn eru komnir með allskonar hugmyndir um hver á að fá umboðið, sá sem vann stærsta sigurinn eða stærsti flokkurinn, en það er bara ekkert svoleiðis. Forsetinn ræðir við alla formenn flokkanna og reynir að meta hver er líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Það er flókið mál og hann hefur talið Katrínu líklegasta að þessu sinni til að gera það. Svo getur verið að það bara gangi ekki og þá hefst leikurinn upp á nýtt.“Katrín Jakobsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum fyrr í dag.Vísir/ErnirForsetinn ráði í raun engu um viðræðurnarGuðni benti einnig á að þegar Katrínu hefur verið veitt stjórnarmyndunarumboðið þá sé komin skuldbinding á flokksleiðtogana við að vinna að tiltekinni stjórnarmyndun og ekki annarri. Guðmundur segir forsetann í raun ekki ráða neinu um þetta. „Hann getur reynt að hlusta á stjórnmálamenn en það eru stjórnmálamennirnir sem mynda ríkisstjórn og það getur þess vegna endað með því að Framsóknarflokkurinn myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. En þetta er greinilega það sem Katrín vill og þeir flokkar sem hún hefur talað við. Þá er bara að sjá hvort að það muni takast.“Verða fyrst að reyna við vinstrið til að geta látið reyna á draumastöðuna Rætt hefur verið um að Framsóknarflokkurinn hafi nokkra aðra möguleika í stöðunni til að mynda ríkisstjórn en Guðmundur segist ekki trúa öðru en að flokkurinn hafi ákveðið að hefja þessar stjórnarmyndunarviðræður nema af fullri alvöru.Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir„Þeir hafa auðvitað mjög marga möguleika og eru þarna í miðjunni en ég hef grun um, án þess að hafa nokkra einustu hugmynd um það, að þeir skynji það þannig að draumastaða þeirra um að Framsókn myndi leiða saman Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna í ríkisstjórn sé ekki í myndinni. Það verður að fullreyna þetta að minnsta kosti áður en það verður látið reyna á það.“ Spurður hvort að hann haldi að Framsóknarflokkurinn sé með þessum viðræðum að reyna að styrkja stöðu sína gagnvart Sjálfstæðisflokknum segir Guðmundur tímann einungis geta leitt það í ljós. „Ég að minnsta kosti vona að menn fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður af fullri einlægni. Svo getur það auðvitað verið að það gangi ekki. Þetta er ekkert tryggt. Þetta er allavega eitthvað sem menn telja hugsanlegt eins og sakir standa. Við verðum að treysta því að stjórnmálamennirnir okkar séu fyrst og fremst að reyna með þessu að koma á starfhæfri ríkisstjórn, en hver veit,“ segir Guðmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég held að það sé afskaplega erfitt að segja á þessu stigi,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, þegar hann er beðinn um að meta líkurnar á að viðræður stjórnarandstöðuflokkanna leiði til ríkisstjórnarsamstarfs. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk í dag umboð frá forseta Íslands til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Pírötum. Guðmundur segir ljóst að áhuginn sé fyrir hendi. „Og að þetta getur mögulega gengið, svo verður bara að sjá til. Katrín fékk umboðið og þá liggur væntanlega eitthvað að baki því,“ segir Guðmundur. „Það biður enginn um umboðið nema hann telji sig eiga einhverjar líkur á að mynda stjórn.“ Katrín sagði á Bessastöðum í dag að áhersla yrði lögð á að ná saman um tiltekin málefni og að allir flokkar í þessum viðræðum þurfi að leggja einhver mál til hliðar. „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál,“ sagði Katrín jafnframt.Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.Vísir/anton brinkEins manns meirihluti hræðir Guðmundur segir fyrri ríkisstjórn hafa verið með eins manns meirihluta. Ef þessi ríkisstjórn veðrur að veruleika verður hún einnig með eins manns meirihluta og það sé eitthvað sem hræði væntanlega þá sem standa að þessum viðræðum. „Það þarf þá í rauninni að geirnegla stjórnarsáttmálann og fá það á hreint til hvers sé verið að fara í stjórn. Ef mönnum tekst að finna línuna getur vel verið að þetta gangi. En það er mikilvægt að málefnin sem á að vinna að og samkomulag er um liggi fyrir. Þetta er dálítið óvenjulegt í íslenskri pólitík. Það var þriggja flokka ríkisstjórn með eins manns meirihluta sem gekk ekki upp og það er óvenjulegt að stórar ríkisstjórnir með mörgum flokkum og lítinn meirihluta standi. Það þarf svolítið nýja pólitíska list til að láta það ganga upp en við búum við þennan veruleika og það er vonandi að mönnum takist það,“ segir Guðmundur.Engin sátt um ESB og stjórnarskrá Hann heldur að ESB-málið og stjórnarskrármálið verði sett til hliðar. „Ef það á að setja þau efst á listann, þá springur þetta því um þessi mál er engin sátt. Ég held að það verði frekar að menn reyni að ná samkomulagi um heilbrigðismál, menntamál og þessi stóru mál og reyni að vinna í þeim. Þessi mál sem er mjög mikill ágreiningur um innan þessa hóps sem er þarna, og líka í samfélaginu, ef þú ert með lítinn meirihluta þá þýðir bara ekkert að vinna í þeim, þú verður bara að gjöra svo vel og láta þau bíða,“ segir Guðmundur.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata.Vísir/AntonÞórhildur Sunna Sævarsdóttir Pírati sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Píratar hafi sett stjórnarskrármálið á oddinn og bendir Guðmundur á að Samfylkingin hafi haft Evrópumálin framarlega hjá sér. „Ef þau setja það framarlega þá auðvitað gengur þetta ekki neitt,“ segir Guðmundur. „Þetta er eitt af því sem þau eru að semja um. Geta þau látið þau mál sem þau telja mest spennandi bíða vegna þess að þau hafa einfaldlega ekki stuðning fyrir þeim. Það þarf að taka á þeim málum sem hóparnir eru sammála um og þá getur þetta gengið. Ef ekki, þá er þetta búið.“Allskonar hugmyndir hver á að fá umboðiðGuðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, taldi ástæðu til að skerpa á því að hann einni veiti formlegt umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Guðmundur segist ekki gera sér grein fyrir því af hverju forsetinn ákvað að gera það. „Ég veit það bara að það eru allskonar hugmyndir um stjórnarmyndunarviðræður en þetta snýst bara fyrst og fremst um það hver getur myndað stjórn. Það er það sem þetta snýst um. Það getur auðvitað bara einn gert það, þú getur bara myndað eina meirihlutastjórn. Það er kannski það að menn eru komnir með allskonar hugmyndir um hver á að fá umboðið, sá sem vann stærsta sigurinn eða stærsti flokkurinn, en það er bara ekkert svoleiðis. Forsetinn ræðir við alla formenn flokkanna og reynir að meta hver er líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Það er flókið mál og hann hefur talið Katrínu líklegasta að þessu sinni til að gera það. Svo getur verið að það bara gangi ekki og þá hefst leikurinn upp á nýtt.“Katrín Jakobsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum fyrr í dag.Vísir/ErnirForsetinn ráði í raun engu um viðræðurnarGuðni benti einnig á að þegar Katrínu hefur verið veitt stjórnarmyndunarumboðið þá sé komin skuldbinding á flokksleiðtogana við að vinna að tiltekinni stjórnarmyndun og ekki annarri. Guðmundur segir forsetann í raun ekki ráða neinu um þetta. „Hann getur reynt að hlusta á stjórnmálamenn en það eru stjórnmálamennirnir sem mynda ríkisstjórn og það getur þess vegna endað með því að Framsóknarflokkurinn myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. En þetta er greinilega það sem Katrín vill og þeir flokkar sem hún hefur talað við. Þá er bara að sjá hvort að það muni takast.“Verða fyrst að reyna við vinstrið til að geta látið reyna á draumastöðuna Rætt hefur verið um að Framsóknarflokkurinn hafi nokkra aðra möguleika í stöðunni til að mynda ríkisstjórn en Guðmundur segist ekki trúa öðru en að flokkurinn hafi ákveðið að hefja þessar stjórnarmyndunarviðræður nema af fullri alvöru.Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir„Þeir hafa auðvitað mjög marga möguleika og eru þarna í miðjunni en ég hef grun um, án þess að hafa nokkra einustu hugmynd um það, að þeir skynji það þannig að draumastaða þeirra um að Framsókn myndi leiða saman Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna í ríkisstjórn sé ekki í myndinni. Það verður að fullreyna þetta að minnsta kosti áður en það verður látið reyna á það.“ Spurður hvort að hann haldi að Framsóknarflokkurinn sé með þessum viðræðum að reyna að styrkja stöðu sína gagnvart Sjálfstæðisflokknum segir Guðmundur tímann einungis geta leitt það í ljós. „Ég að minnsta kosti vona að menn fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður af fullri einlægni. Svo getur það auðvitað verið að það gangi ekki. Þetta er ekkert tryggt. Þetta er allavega eitthvað sem menn telja hugsanlegt eins og sakir standa. Við verðum að treysta því að stjórnmálamennirnir okkar séu fyrst og fremst að reyna með þessu að koma á starfhæfri ríkisstjórn, en hver veit,“ segir Guðmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 „Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59 Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00
Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58
„Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna bjartsýnir á framhaldið. 2. nóvember 2017 18:59
Sigmundur Davíð ekki bjartsýnn á fyrirhugaða ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins er ekki bjartsýnn á mögulega ríkisstjórn VG, Framsóknarflokksins, Pírata og Samfylkingar. Hann óttast að hún yrði verklítil og ófær um að taka erfiðar ákvarðanir sökum naums meirihluta. 2. nóvember 2017 20:30
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent