Samkeppnin nú þegar hafin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson fer með stóran hóp til Katar. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær stóran landsliðshóp sem fer í æfingaferð til Katar á næstu dögum en fram undan eru æfingaleikir gegn bæði heimamönnum og sterku liði Tékka. Um alþjóðlega leikdaga er að ræða og gat Heimir því valið alla leikmenn sem gátu gefið kost á sér. Heimir tekur með sér alla leikmenn sem voru með í síðasta verkefni, að þeim Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða Böðvarssyni undanskildum en báðir eiga við meiðsli að stríða. Þá bætast þeir Ingvar Jónsson, markvörður Sandefjord í Noregi, og Theódór Elmar Bjarnason, sem nýlega gekk í raðir Elazigspor í Tyrklandi, í hópinn. „Leikmennirnir sem við völdum eru þeir sem mest hafa verið með okkur í aðdraganda þess að við tryggðum okkur HM-sætið,“ sagði Heimir við Fréttablaðið á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þetta eru því að hluta til verðlaun fyrir þá að við tökum svona stóran hóp með okkur. En um leið vita menn að það eru að minnsta kosti fimm úr þessum hópi sem ekki fara með til Rússlands og því samkeppni um sæti í lokahópnum hafin.“Sín hlutverk á hreinu Heimir sagði að um afslappaða ferð verði að ræða. Leikirnir séu ekki jafn mikilvægir og leikir Íslands hafi verið að undanförnu og að það hafi verið ósk hans að fara með liðið í hlýtt loftslag og afslappað umhverfi. „Þessi ferð er hugsuð til að við fáum þar tækifæri til að ræða meira saman og plana framhaldið og undirbúninginn fyrir HM í sumar. Við viljum fara yfir hvað við getum lært af síðustu lokakeppni,“ sagði Heimir sem gerir þó vitanlega kröfur til þeirra sem koma til með að spila leikina. „Ég vil sjá að þeir sem spila þessa leiki séu með leikfræðin á hreinu sem og sín hlutverk á vellinum. Þeir sem hafa fengið tækifærið hingað til hafa staðið sig vel og ég vona að okkur takist að stækka þann hóp enn frekar.“Vonandi erfitt verkefni Ísland mun spila æfingaleiki í janúar og jafnvel febrúar en þó án þeirra atvinnumanna Íslands sem spila í sterkustu deildum Evrópu. Næsti alþjóðlegi leikdagur verður svo í mars og lokahnykkur undirbúningsins fyrir HM í Rússlandi hefst síðari hluta maímánaðar. Heimir fær því að gefa mörgum leikmönnum tækifæri fyrir stóru stundina næsta sumar en hann segir að svipað fyrirkomulag hafi gefist vel fyrir tveimur árum, er liðið var að undirbúa sig fyrir EM í Frakklandi. „Menn notuðu tækifærið með landsliðinu sem gulrót til að leggja enn meira á sig og spila vel með sínum félagsliðum. Allir sóknarmenn okkar voru að skora reglulega og þegar Íslendingur var að spila var hann yfirleitt valinn maður leiksins. Það var afar erfitt að velja lokahópinn fyrir EM og ég vona að það verði erfitt fyrir HM.“ Blaðamannafundur Heimis
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31 Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50 Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42 Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Heimir Hallgríms fer með þessa menn til Katar | Tveir koma inn í hópinn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi í dag 26 manna landsliðshóp fyrir komandi vináttulandsleiki á móti Katar og Tékklandi sem fara fram í Katar seinna í þessum mánuði. 3. nóvember 2017 13:31
Kolbeinn Sigþórs hleypur verkjalaus | Heimir um möguleika hans á sæti í HM-hópnum Kolbeinn Sigþórsson er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hafa verið í langan tíma frá vegna meiðsla. 3. nóvember 2017 13:50
Heimir: Verkefnið „stund á milli stríða“ í Katar Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir æfingamótið í Katar vera allt öðruvísi verkefni en þau sem liðið hefur verið að fara að undanförnu. 3. nóvember 2017 13:42
Svona var blaðamannafundurinn hans Heimis Strákarnir okkar eru á leið til Katar þar sem þeir munu mæta heimamönnum og Tékkum í tveimur vináttulandsleikjum. Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hvaða 26 leikmenn fara í ferðina. 3. nóvember 2017 12:30