Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 12:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi stjórnarmyndunarviðræðurnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði áhugavert að fylgjast með Pírötum breytast í hefðbundnari flokk í stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna og Framsókn. Þá velti hún því fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, ríkisstjórnarumboðið í vikunni. Áslaug Arna var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, og Eygló Harðardóttur, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra Framsóknarflokksins, þar sem stjórnarmyndunarviðræðurnar voru ræddar.Sjá einnig: Þingflokkar flokkanna fjögurra funda í dagGaf forsetinn umboð til minnihlutastjórnar?Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú utan stjórnarmyndunarviðræðna, sem telst nokkuð óvenjuleg staða. Flokkurinn hefur átt aðild að miklum meirihluta ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið frá stofnun hans. Áslaug Arna, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagði áhugavert að fylgjast með Pírötum hverfa frá ýmsum kröfum sínum í viðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn. Hún taldi Pírata enn fremur veikasta hlekk stjórnarmyndunarviðræðanna. „Mér finnst áhugavert að sjá hvernig Píratar eru að breytast hratt í hefðbundnari flokk þegar kemur að svona mörgum kröfum sem þeir voru með í fyrra. Það er ýmislegt áhugavert við þetta, og hvernig Björn Leví talaði í vikunni, varðandi að þetta væri minnihlutastjórn og hann ætlaði sko ekki að styðja öll mál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Áslaug Arna. Hún vísaði þar í ummæli Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sagðist ekki vilja vera í stjórn þar sem ekki væri meirihluti kjósenda á bak við stjórnarmeirihlutann.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Forsetinn veitti Katrínu stjórnarmyndunarumboð í vikunni.Vísir/ErnirÁslaug Arna minntist einnig á aðkomu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að stjórnarmyndunarviðræðunum. „Maður veltir fyrir sér hvort forsetinn hafi verið að gefa umboð til minnihlutastjórnar, eða hvernig þetta væri sko. Svo var auðvitað áhugavert líka hvernig forsetinn gerði þetta, hann gaf umboðið til að mynda ákveðna stjórn. Það höfum við aldrei séð áður,“ sagði Áslaug Arna.Möguleg samkeppni um forsætisráðherrastólinnÁslaug Arna minntist, auk Pírata, sérstaklega á Framsóknarflokkinn, sem gegndi nú augljóslega lykilhlutverki í myndun ríkisstjórnar. Þá velti hún því fyrir sér hvort samkeppni væri um forsætisráðherrastólinn, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur helst verið orðuð við. „Svo er auðvitað líka áhugavert hvað margt hefur breyst á einu ári. Framsóknarflokkurinn er svona svolítið með pálmann í höndum sér í þessum stórnarmynunarviðræðum, virðist vera. Það er auðvitað fundað hjá Sigurði Inga og maður veltir fyrir sér hvort það sé augljóst hvert sé forsætisráðherraefnið í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. En fyrir ári síðan þá útilokuðu langflestir flokkar að vinna með Framsóknarflokknum,“ sagði Áslaug.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Anton Brink„Ég meina, Katrín er með umboðið“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gaf lítið fyrir vangaveltur Áslaugar Örnu um forsætisráðherraefni mögulegrar ríkisstjórnar VG, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata. Hann sagði augljóst hver yrði forsætisráðherra. „Jú, ég veit ekki að hverju Áslaug er að ýja hér. Þetta eru kannski bara hefðbundin skot þingmanns í stjórnmálaflokki sem er ekki með í stjórnarmyndunarviðræðum, svona reynt að pota í allt og það er bara þannig. Þannig er pólitíkin og ég gef ekki mikið fyrir þetta, ég meina Katrín er með umboðið,“ sagði Kolbeinn. Þá vildi hann heldur ekki samþykkja ummæli Áslaugar Örnu um Pírata, sem hún sagði vera að hverfa frá stefnu sinni í ýmsum málum. „Píratar eru bara að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, þeir ætluðu varla að vera það óhefðbundinn stjórnmálaflokkur að þeir ætluðu aldrei að gera það. Þannig að mér finnst þetta nú ekki þvílík tíðindi í stjórnmálum eins og mér finnst aðeins hér verið að boða.“Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Kolbein Óttarsson Proppé og Eygló Harðardóttur í Sprengisandi í spilaranum að neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði áhugavert að fylgjast með Pírötum breytast í hefðbundnari flokk í stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna og Framsókn. Þá velti hún því fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, ríkisstjórnarumboðið í vikunni. Áslaug Arna var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, og Eygló Harðardóttur, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra Framsóknarflokksins, þar sem stjórnarmyndunarviðræðurnar voru ræddar.Sjá einnig: Þingflokkar flokkanna fjögurra funda í dagGaf forsetinn umboð til minnihlutastjórnar?Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú utan stjórnarmyndunarviðræðna, sem telst nokkuð óvenjuleg staða. Flokkurinn hefur átt aðild að miklum meirihluta ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið frá stofnun hans. Áslaug Arna, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sagði áhugavert að fylgjast með Pírötum hverfa frá ýmsum kröfum sínum í viðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn. Hún taldi Pírata enn fremur veikasta hlekk stjórnarmyndunarviðræðanna. „Mér finnst áhugavert að sjá hvernig Píratar eru að breytast hratt í hefðbundnari flokk þegar kemur að svona mörgum kröfum sem þeir voru með í fyrra. Það er ýmislegt áhugavert við þetta, og hvernig Björn Leví talaði í vikunni, varðandi að þetta væri minnihlutastjórn og hann ætlaði sko ekki að styðja öll mál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Áslaug Arna. Hún vísaði þar í ummæli Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem sagðist ekki vilja vera í stjórn þar sem ekki væri meirihluti kjósenda á bak við stjórnarmeirihlutann.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Forsetinn veitti Katrínu stjórnarmyndunarumboð í vikunni.Vísir/ErnirÁslaug Arna minntist einnig á aðkomu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, að stjórnarmyndunarviðræðunum. „Maður veltir fyrir sér hvort forsetinn hafi verið að gefa umboð til minnihlutastjórnar, eða hvernig þetta væri sko. Svo var auðvitað áhugavert líka hvernig forsetinn gerði þetta, hann gaf umboðið til að mynda ákveðna stjórn. Það höfum við aldrei séð áður,“ sagði Áslaug Arna.Möguleg samkeppni um forsætisráðherrastólinnÁslaug Arna minntist, auk Pírata, sérstaklega á Framsóknarflokkinn, sem gegndi nú augljóslega lykilhlutverki í myndun ríkisstjórnar. Þá velti hún því fyrir sér hvort samkeppni væri um forsætisráðherrastólinn, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur helst verið orðuð við. „Svo er auðvitað líka áhugavert hvað margt hefur breyst á einu ári. Framsóknarflokkurinn er svona svolítið með pálmann í höndum sér í þessum stórnarmynunarviðræðum, virðist vera. Það er auðvitað fundað hjá Sigurði Inga og maður veltir fyrir sér hvort það sé augljóst hvert sé forsætisráðherraefnið í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. En fyrir ári síðan þá útilokuðu langflestir flokkar að vinna með Framsóknarflokknum,“ sagði Áslaug.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Anton Brink„Ég meina, Katrín er með umboðið“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gaf lítið fyrir vangaveltur Áslaugar Örnu um forsætisráðherraefni mögulegrar ríkisstjórnar VG, Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata. Hann sagði augljóst hver yrði forsætisráðherra. „Jú, ég veit ekki að hverju Áslaug er að ýja hér. Þetta eru kannski bara hefðbundin skot þingmanns í stjórnmálaflokki sem er ekki með í stjórnarmyndunarviðræðum, svona reynt að pota í allt og það er bara þannig. Þannig er pólitíkin og ég gef ekki mikið fyrir þetta, ég meina Katrín er með umboðið,“ sagði Kolbeinn. Þá vildi hann heldur ekki samþykkja ummæli Áslaugar Örnu um Pírata, sem hún sagði vera að hverfa frá stefnu sinni í ýmsum málum. „Píratar eru bara að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, þeir ætluðu varla að vera það óhefðbundinn stjórnmálaflokkur að þeir ætluðu aldrei að gera það. Þannig að mér finnst þetta nú ekki þvílík tíðindi í stjórnmálum eins og mér finnst aðeins hér verið að boða.“Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Kolbein Óttarsson Proppé og Eygló Harðardóttur í Sprengisandi í spilaranum að neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16