Kristján Flóki Finnbogason fer með íslenska fótboltalandsliðinu til Katar en landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur þurft að gera breytingu á hópnum sem hann tilkynnti á föstudaginn.
Heimir kallaði á Kristján Flóka inn í hópinn sem mætir Tékklandi og Katar í vináttuleikjum í Katar 8. og 14. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Kristján Flóki kemur inn í stað Björns B. Sigurðarsonar, sem er meiddur en Björn varð líka að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum í síðasta landsliðsverkefni í október.
Kristján Flóki er 22 ára framherji sem spilar með norska liðinu Start. Hann skoraði 8 mörk í 14 leikjum með FH í Pepsi-deildinni síðasta sumar áður en norska félagið keypti hann.
Kristján Flóki hefur spilað 10 leiki með Start í norsku b-deildinni og skoraði þeim fjögur mörk. Fyrsti þrjú mörkin hans komu í fyrstu sex leikjunum með liðinu en hann skoraði fjórða markið sitt fyrir Start í dag.
Kristján Flóki hefur spilað einn A-landsleik en hann var á móti Mexíkó í febrúar á þessu ári.
Kristján Flóki kallaður inn í landsliðshópinn sem fer til Katar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn