Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 08:49 Frá fundi formannanna í Syðra-Lanholti á föstudag. Vísir/Ernir Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23
Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03