Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Birgir Olgeirsson skrifar 6. nóvember 2017 11:08 Bryggjan sem um ræðir við Árskógssand. Ja.is Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á tildrögum banaslyssins á Árskógssandi er ólokið. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir að verið sé að skoða alla þætti og ræða við vitni til að komast að því hvað orsakaði slysið. Gunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl.Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt.ja.isLeiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Aðstæður voru því frekar leiðinlegar,“ segir Gunnar. Þrennt var í bílnum, par og ungt barn, sem komst aldrei út úr bílnum. Fóru kafarar á eftir bílnum og náðu fólkinu í land. Gunnar segir vitni á vettvangi ekki hafa haft tækifæri til að gera nokkuð í stöðunni. Bíllinn sökk fljótlega eftir að hann fór í sjóinn. Fjara var á þeim tíma sem slysið varð, en byrjað að falla að samkvæmt flóðaspám. Var því fallið ekki mikið fram af bryggjunni að sögn Gunnars, um einn til tveir metrar.Um er að ræða bryggjuna þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna.ja.isÍ tilkynningu frá lögreglunni sem barst skömmu eftir að tilkynnt var um slysið kom fram að það hefði átt sér stað um klukkan hálf sex síðastliðinn föstudag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðila fyrir sunnan vegna málsins. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri um klukkutíma síðar þar sem það var úrskurðað látið. Fólkið var búsett í Hrísey og á heimleið þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Samveru- og bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag þar sem íbúar eyjarinnar munu hittast og minnast þeirra sem fórust í slysinu. Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á tildrögum banaslyssins á Árskógssandi er ólokið. Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir að verið sé að skoða alla þætti og ræða við vitni til að komast að því hvað orsakaði slysið. Gunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl.Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt.ja.isLeiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Aðstæður voru því frekar leiðinlegar,“ segir Gunnar. Þrennt var í bílnum, par og ungt barn, sem komst aldrei út úr bílnum. Fóru kafarar á eftir bílnum og náðu fólkinu í land. Gunnar segir vitni á vettvangi ekki hafa haft tækifæri til að gera nokkuð í stöðunni. Bíllinn sökk fljótlega eftir að hann fór í sjóinn. Fjara var á þeim tíma sem slysið varð, en byrjað að falla að samkvæmt flóðaspám. Var því fallið ekki mikið fram af bryggjunni að sögn Gunnars, um einn til tveir metrar.Um er að ræða bryggjuna þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna.ja.isÍ tilkynningu frá lögreglunni sem barst skömmu eftir að tilkynnt var um slysið kom fram að það hefði átt sér stað um klukkan hálf sex síðastliðinn föstudag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðila fyrir sunnan vegna málsins. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri um klukkutíma síðar þar sem það var úrskurðað látið. Fólkið var búsett í Hrísey og á heimleið þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Samveru- og bænastund verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex í dag þar sem íbúar eyjarinnar munu hittast og minnast þeirra sem fórust í slysinu.
Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10
Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42
Fólkið sem lést var búsett í Hrísey Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. 4. nóvember 2017 18:45