Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 13:30 Fundurinn í Norræna húsinu hefst klukkan 14. Vísir Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. Nefndin var skipuð af forstjóri Landspítala og rektors Háskóla Íslands á síðasta ári. Er henni ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítalanum í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var nefndinni ætlað að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar en tveir íslenskir sérfræðilæknar sitja í nefndinni ásamt Páli.Fundurinn verður í beinni útsendingu auk þess sem að helstu atriðum verður lýst í beinni textalýsingu hér að neðan. Málið má rekja til barkaíðgræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að Óskar Einarsson hafi komið að aðgerðinni á Andemariam Beyene. Það er ekki rétt, hann tók hins vegar þátt í meðferð Beyene á Landspítalanum.
Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. Nefndin var skipuð af forstjóri Landspítala og rektors Háskóla Íslands á síðasta ári. Er henni ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítalanum í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var nefndinni ætlað að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar en tveir íslenskir sérfræðilæknar sitja í nefndinni ásamt Páli.Fundurinn verður í beinni útsendingu auk þess sem að helstu atriðum verður lýst í beinni textalýsingu hér að neðan. Málið má rekja til barkaíðgræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að Óskar Einarsson hafi komið að aðgerðinni á Andemariam Beyene. Það er ekki rétt, hann tók hins vegar þátt í meðferð Beyene á Landspítalanum.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svokallaða. 2. nóvember 2016 11:15 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svokallaða. 2. nóvember 2016 11:15
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13