Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 13:52 Formenn flokkanna ræða við fjölmiðla á Alþingi í dag eftir að ljóst varð að ekki tækist að mynda ríkisstjórn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. Þetta segir Katrín á Facebook-síðu sinni en greint hefur verið frá því að upp úr viðræðunum hafi slitnað þar sem Framsóknarflokkurinn hafi talið 32 manna meirihluta, sem er minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi, of tæpan. „Ljóst var frá upphafi að meirihlutinn var naumur og stór verkefni framundan. Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vóg of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar. Eftir sem áður er það okkar verkefni að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu,“ segir Katrín á Facebook-síðu sinni. Formenn flokkanna fjögurra ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu laust fyrir klukkan 13 í dag. Þar sagði Katrín einnig að samtal flokkanna hefði verið málefnalegt. „Niðurstaðan er sú að við erum ekki að ná þessu saman. Það liggur fyrir að meirihlutinnn, 32 manna meirihluti, þykir af einhverjum flokkum of naumur. Ég vil taka það fram af því að ég hef haldið utan um þessar umræður að þær hafa verið mjög góðar og ástæðan fyrir því að við stöndum hérna öll saman er að það hefur verið mjög gott málefnalegt samtal á milli þessara flokka en verkefnin framundan stór. Þess vegna liggur ekki fyrir vissa hjá öllum flokkum að það sé rétt að halda áfram í þetta,“ sagði Katrín. Eins og greint hefur verið frá voru það Framsóknarmenn sem töldu meirihluta flokkanna fjögurra of nauman. Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi í dag að flokkurinn hefði haft áhyggjur af því að meirihlutinn væri of tæpur til þess að tryggja stöðugleika. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Katrínu á sinn fund klukkan 17 í dag. Katrín sagði að hún hefði svigrúm fram eftir degi til þess að fara yfir aðra möguleika í stöðunni. „Enda hef ég haldið því til haga þó að þetta hafi augljóslega verið okkar fyrsti og vænlegasti kostur þá útilokar það ekki aðra möguleika,“ sagði Katrín en vildi þó ekki gefa upp hvaða aðra möguleika hún sæi í stöðunni. „Það mun koma í ljós seinna í dag.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34 „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Slíta stjórnarmyndunarviðræðum Flokkarnir fjórir sem undanfarna daga hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, það er Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn, hafa slitið viðræðunum. 6. nóvember 2017 12:34
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15