Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 32-24 | Áttundi sigurinn í röð vannst með átta mörkum Einar Sigurvinsson skrifar 6. nóvember 2017 22:15 FH sigraði ÍR örugglega, 32-24, í 8. umferð Olís-deildarinnar sem lauk í kvöld. Heimamenn í FH voru öruggir í öllum sínum aðgerðum og var það ljóst snemma í síðari hálfleik að sigurinn var aldrei í hættu.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrstu mínútur leiksins voru jafnar en heimamenn náðu fljótlega góðum tökum á leiknum. Bjarni Fritzon tók leikhlé fyrir ÍR á 17. mínútu en þá var FH komið með fimm marka forskot, 10-5. ÍR gekk illa að loka á sóknarleik FH-inga en sóknarleikur þeirra batnaði þó fljótlega til muna. Á síðustu sekúndum leiksins náði Bergvin Þór Gíslason að skora og minnkaði muninn í þrjú mörk. Staðan í hálfleik 15-12. FH-ingar komu töluvert sterkari inn í síðari hálfleikinn. Ágúst Elí átti frábæran leik í markinu hjá FH og áttu ÍR-ingar í miklum vandræðum með að koma boltanum framhjá honum. Þegar tíu mínútur eru búnar af hálfleiknum hafði ÍR-ingum aðeins tekist að skora eitt mark og staðan orðin 20-13. ÍR-ingar virtust þó ætla að rétta aðeins úr kútnum, þeir skoruðu næstu tvö mörk og minnkuðu muninn í 20-15. Nær komust þeir þó aldrei og FH hélt sínu forskoti. Sigurinn var aldrei í hættu hjá FH-ingum og lokastaðan 32-24. Öruggur átta marka sigur FH sem mæta til Rússlands um næstu helgi með sjálfstraustið í botni. FH-ingar með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar eftir 8. umferðir.Af hverju vann FH leikinn? FH-ingar sýndu það í síðari hálfleik að þeir eru töluvert sterkara lið en ÍR. Þeim tókst algjörlega að loka á sóknarleik ÍR-inga á löngum köflum. Það virtist síðan vera alveg sama hvaða leið þeir völdu sér í gegnum vörn ÍR-inga, hún virkaði. Hvort sem það var spil inn á línuna eða skot fyrir utan, var lítið um svör frá ÍR.Hverjir stóðu upp úr? Ágúst Elí var frábær í marki FH með 18 varða bolta, þar af tvö víti. Vörnin fyrir framan hann á líka stóran þátt í góðum leik Ágústs, en ÍR-ingar áttu fá svör við öflugum varnarleik heimamanna. Markahæstu leikmenn FH voru þeir Ásbjörn Friðriksson og Gísli Þorgeir Kristjánsson með sex mörk hvor. Í liði ÍR var Kristján Orri Jóhannsson markahæstur með sex mörk.Hvað gekk illa? Bæði sókn og vörn gekk illa hjá liði ÍR, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir höfðu fá svör við varnaleik FH-inga og voru margar sóknir að enda með skotum úr vonlausum færum. Hinum megin á vellinum virtist vera alveg saman hvaða leið FH-ingar ákváðu að fara í gegnum vörn ÍR-inga, hún virkaði.Hvað gerist næst? Næst á dagskrá eru úrslitaleikir hjá báðum liðum. Fimmtudaginn 9. nóvember taka ÍR-ingar á móti Stjörnunni í Coca Cola bikarnum. Næstu helgi skella FH-ingar sér síðan til St. Pétursborgar og þar sem þeir mæta heimamönnum í vítakastkeppni.Halldór: Get ekki verið annað en sáttur „Bara mjög góður sigur. Mjög góður varnarleikur í 60 mínútur og Ágúst Elí virkilega góður þar fyrir aftan. Þetta var bara mjög gott í alla staði. Við erum að spila virkilega vel sóknarlega, erum að gefa okkur tíma og fá færi í hverri einustu sókn. Ég get ekki verið annað en sáttur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon við Vísi eftir öruggan átta marka sigur sinna manna á ÍR í kvöld. ÍR-ingum tókst að halda í við FH-inga í fyrri hálfeik en snemma í síðari hálfleik stungu FH-ingar af. Halldór skerpti fyrst og fremst á einbeitingu sinni manna í hálfleiknum. „Þeir gerðu bara vel í fyrri hálfleik. Þeir sóttu vel á okkur í seinni bylgjunni og í hraðri miðju. Við vorum kannski pínu værukærir í nokkur skipti þar sem þeir refsuðu okkur allt of auðveldlega fyrir, við fórum aðeins yfir það í hálfleik. „Mér fannst við ná meiri grimmd í varnarleikinn í seinni hálfleik. Við náum meiri færslu, hreyfanleika og talanda. Um leið og við náðum því fengum við fullt af hraðaupphlaupum sem skiluðu mörkum. Þannig náum við að skilja þá eftir,“ sagði sáttur Halldór Jóhann, þjálfari FH í leikslok.Bjarni Fritzon: Bara búmm, búmm, búmm, leikurinn búinn „Þeir voru bara einu númeri of stórir fyrir okkur í seinni hálfleik. Mér fannst við brotna allt of auðveldlega og við fórum bara í einhverja tóma steypu þarna á tímabili. Þá kláruðu þeir leikinn bara á 10 mínútum,“ sagði Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. FH-ingar stungu af í upphafi síðari hálfleiks. Bjarni segir að agaleysi hafi orðið sínum mönnum að falli í kvöld. „Við bara brotnum og förum að vera óagaðir. Við missum trúna á verkefninu. Við erum að klikka á dauðafærum og þeir ná að bæta við forskotið. Þá ætla menn að gera aðeins of mikið og of hratt. Þá bara búmm, búmm, búmm, leikurinn búinn.“ „Þeir eru bara langbesta liðið í dag. Þeir tóku hitt taplausa liðið og völtuðu yfir það í síðustu umferð. Augljóslega er þetta frábært lið.“ Þrátt fyrir úrslitin var Bjarni ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í kvöld. „Við vorum að spila mjög vel á köflum í fyrri hálfleik. Við vorum í rauninni klaufar að vera bara þremur mörkum undir. Við vorum að fara illa með mikið af dauðafærum. Fyrri hálfleikurinn var í rauninni bara 50/50 leikur en svo gefum við full mikið eftir strax í seinni hálfleik og ég er mjög ósáttur með það,“ sagði Bjarni að lokum.Ásbjörn: Skráum okkur vonandi á spjöld sögunnar „Bara góður leikur hjá okkur. Góð vörn, Gústi flottur og við náum að keyra á þá á fullu tempói í 60 mínútur. Þá eigum við að klára svona leiki á heimavelli og við gerðum það vel í dag,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH í leikslok. Ásbjörn átti góðan leik fyrir FH og skoraði sex mörk. „Ég átti fínan leik í dag. Ég er ekki búinn að skjóta mikið í síðustu leikjum en það opnaðist aðeins meira í dag, þannig að ég er ánægður.“ FH situr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki. Ásbjörn er að sjálfsögðu ánægður með stigasöfnun liðsins. „Við höfum verið að spila mjög sannfærandi bolta. Nú er það bara áskorun fyrir okkur að halda þessu tempói áfram, bæði á æfingum og í leikjum.“ Flest bendir til þess að næsti leikur FH-inga sé vítakastkeppni í Rússlandi. Það verkefni leggst bara ágætlega í Ásbjörn. „Þetta verður fín helgarferð til Rússlands. Vonandi klárum við þetta og skráum okkur á spjöld sögunnar sem fyrsta liðið sem vinnur vítakeppni á milli liða,“ sagði Ásbjörn að lokum.Vísir/AntonVísir/AntonFH-ingurinn Gísli Kristjánsson brýst í gegnum vörn ÍR-inga í kvöld.Vísir/AntonVísir/Anton Olís-deild karla
FH sigraði ÍR örugglega, 32-24, í 8. umferð Olís-deildarinnar sem lauk í kvöld. Heimamenn í FH voru öruggir í öllum sínum aðgerðum og var það ljóst snemma í síðari hálfleik að sigurinn var aldrei í hættu.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fyrstu mínútur leiksins voru jafnar en heimamenn náðu fljótlega góðum tökum á leiknum. Bjarni Fritzon tók leikhlé fyrir ÍR á 17. mínútu en þá var FH komið með fimm marka forskot, 10-5. ÍR gekk illa að loka á sóknarleik FH-inga en sóknarleikur þeirra batnaði þó fljótlega til muna. Á síðustu sekúndum leiksins náði Bergvin Þór Gíslason að skora og minnkaði muninn í þrjú mörk. Staðan í hálfleik 15-12. FH-ingar komu töluvert sterkari inn í síðari hálfleikinn. Ágúst Elí átti frábæran leik í markinu hjá FH og áttu ÍR-ingar í miklum vandræðum með að koma boltanum framhjá honum. Þegar tíu mínútur eru búnar af hálfleiknum hafði ÍR-ingum aðeins tekist að skora eitt mark og staðan orðin 20-13. ÍR-ingar virtust þó ætla að rétta aðeins úr kútnum, þeir skoruðu næstu tvö mörk og minnkuðu muninn í 20-15. Nær komust þeir þó aldrei og FH hélt sínu forskoti. Sigurinn var aldrei í hættu hjá FH-ingum og lokastaðan 32-24. Öruggur átta marka sigur FH sem mæta til Rússlands um næstu helgi með sjálfstraustið í botni. FH-ingar með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar eftir 8. umferðir.Af hverju vann FH leikinn? FH-ingar sýndu það í síðari hálfleik að þeir eru töluvert sterkara lið en ÍR. Þeim tókst algjörlega að loka á sóknarleik ÍR-inga á löngum köflum. Það virtist síðan vera alveg sama hvaða leið þeir völdu sér í gegnum vörn ÍR-inga, hún virkaði. Hvort sem það var spil inn á línuna eða skot fyrir utan, var lítið um svör frá ÍR.Hverjir stóðu upp úr? Ágúst Elí var frábær í marki FH með 18 varða bolta, þar af tvö víti. Vörnin fyrir framan hann á líka stóran þátt í góðum leik Ágústs, en ÍR-ingar áttu fá svör við öflugum varnarleik heimamanna. Markahæstu leikmenn FH voru þeir Ásbjörn Friðriksson og Gísli Þorgeir Kristjánsson með sex mörk hvor. Í liði ÍR var Kristján Orri Jóhannsson markahæstur með sex mörk.Hvað gekk illa? Bæði sókn og vörn gekk illa hjá liði ÍR, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir höfðu fá svör við varnaleik FH-inga og voru margar sóknir að enda með skotum úr vonlausum færum. Hinum megin á vellinum virtist vera alveg saman hvaða leið FH-ingar ákváðu að fara í gegnum vörn ÍR-inga, hún virkaði.Hvað gerist næst? Næst á dagskrá eru úrslitaleikir hjá báðum liðum. Fimmtudaginn 9. nóvember taka ÍR-ingar á móti Stjörnunni í Coca Cola bikarnum. Næstu helgi skella FH-ingar sér síðan til St. Pétursborgar og þar sem þeir mæta heimamönnum í vítakastkeppni.Halldór: Get ekki verið annað en sáttur „Bara mjög góður sigur. Mjög góður varnarleikur í 60 mínútur og Ágúst Elí virkilega góður þar fyrir aftan. Þetta var bara mjög gott í alla staði. Við erum að spila virkilega vel sóknarlega, erum að gefa okkur tíma og fá færi í hverri einustu sókn. Ég get ekki verið annað en sáttur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon við Vísi eftir öruggan átta marka sigur sinna manna á ÍR í kvöld. ÍR-ingum tókst að halda í við FH-inga í fyrri hálfeik en snemma í síðari hálfleik stungu FH-ingar af. Halldór skerpti fyrst og fremst á einbeitingu sinni manna í hálfleiknum. „Þeir gerðu bara vel í fyrri hálfleik. Þeir sóttu vel á okkur í seinni bylgjunni og í hraðri miðju. Við vorum kannski pínu værukærir í nokkur skipti þar sem þeir refsuðu okkur allt of auðveldlega fyrir, við fórum aðeins yfir það í hálfleik. „Mér fannst við ná meiri grimmd í varnarleikinn í seinni hálfleik. Við náum meiri færslu, hreyfanleika og talanda. Um leið og við náðum því fengum við fullt af hraðaupphlaupum sem skiluðu mörkum. Þannig náum við að skilja þá eftir,“ sagði sáttur Halldór Jóhann, þjálfari FH í leikslok.Bjarni Fritzon: Bara búmm, búmm, búmm, leikurinn búinn „Þeir voru bara einu númeri of stórir fyrir okkur í seinni hálfleik. Mér fannst við brotna allt of auðveldlega og við fórum bara í einhverja tóma steypu þarna á tímabili. Þá kláruðu þeir leikinn bara á 10 mínútum,“ sagði Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. FH-ingar stungu af í upphafi síðari hálfleiks. Bjarni segir að agaleysi hafi orðið sínum mönnum að falli í kvöld. „Við bara brotnum og förum að vera óagaðir. Við missum trúna á verkefninu. Við erum að klikka á dauðafærum og þeir ná að bæta við forskotið. Þá ætla menn að gera aðeins of mikið og of hratt. Þá bara búmm, búmm, búmm, leikurinn búinn.“ „Þeir eru bara langbesta liðið í dag. Þeir tóku hitt taplausa liðið og völtuðu yfir það í síðustu umferð. Augljóslega er þetta frábært lið.“ Þrátt fyrir úrslitin var Bjarni ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í kvöld. „Við vorum að spila mjög vel á köflum í fyrri hálfleik. Við vorum í rauninni klaufar að vera bara þremur mörkum undir. Við vorum að fara illa með mikið af dauðafærum. Fyrri hálfleikurinn var í rauninni bara 50/50 leikur en svo gefum við full mikið eftir strax í seinni hálfleik og ég er mjög ósáttur með það,“ sagði Bjarni að lokum.Ásbjörn: Skráum okkur vonandi á spjöld sögunnar „Bara góður leikur hjá okkur. Góð vörn, Gústi flottur og við náum að keyra á þá á fullu tempói í 60 mínútur. Þá eigum við að klára svona leiki á heimavelli og við gerðum það vel í dag,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH í leikslok. Ásbjörn átti góðan leik fyrir FH og skoraði sex mörk. „Ég átti fínan leik í dag. Ég er ekki búinn að skjóta mikið í síðustu leikjum en það opnaðist aðeins meira í dag, þannig að ég er ánægður.“ FH situr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki. Ásbjörn er að sjálfsögðu ánægður með stigasöfnun liðsins. „Við höfum verið að spila mjög sannfærandi bolta. Nú er það bara áskorun fyrir okkur að halda þessu tempói áfram, bæði á æfingum og í leikjum.“ Flest bendir til þess að næsti leikur FH-inga sé vítakastkeppni í Rússlandi. Það verkefni leggst bara ágætlega í Ásbjörn. „Þetta verður fín helgarferð til Rússlands. Vonandi klárum við þetta og skráum okkur á spjöld sögunnar sem fyrsta liðið sem vinnur vítakeppni á milli liða,“ sagði Ásbjörn að lokum.Vísir/AntonVísir/AntonFH-ingurinn Gísli Kristjánsson brýst í gegnum vörn ÍR-inga í kvöld.Vísir/AntonVísir/Anton