Erlent

Ótryggur varaforseti Simbabve rekinn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Brottreksturinn eykur líkurnar á að Grace Mugabe taki við af eiginmanni sínum.
Brottreksturinn eykur líkurnar á að Grace Mugabe taki við af eiginmanni sínum. vísir/afp
Emmerson Mnangagwa, varaforseti Simbabve, var í gær rekinn úr starfi. Þetta staðfesti upplýsingamálaráðherrann Simon Khaya Moyo og sagði ástæðuna ótrygglyndi Mnangagwa.

„Störf herra Mnangagwa eru ekki í samræmi við skyldur hans. Varaforsetinn hafði sýnt ótrygglyndi sitt,“ sagði Moyo í gær.

Robert Mugabe forseti er sagður hafa tekið ákvörðunina en BBC greinir frá því að hún auki líkurnar á því að eiginkona hans, Grace Mugabe, taki við af forsetanum. Grace hefur áður kallað eftir brottrekstri Mnangagwa.

Varaforsetinn þótti einna líklegastur til að taka við forsetaembættinu af Mugabe.

Robert Mugabe hefur verið forseti Simbabve allt frá árinu 1987 en er orðinn 93 ára gamall og því stefnir í forsetaskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×