„Ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 11:12 Í raun hefur ekkert verið útilokað varðandi stjórnarmyndun, þar með talið þriggja flokka ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en ýmsir vilja meina að það yrði erfitt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, að taka þátt í slíkri stjórn. vísir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Einn möguleikinn sé þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðunum með Vinstri grænum, Samfylkingunni og Pírtöum en flokkurinn sleit viðræðunum í gær. Ástæðan er tæpur meirihluti flokkanna fjögurra en þeir eru saman með 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta á þingi. Lilja ræddi stöðuna í pólitíkinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan er sú að það slitnaði upp úr þessu í gær eins og allri þjóðinni er kunnugt um. Það sem við leggjum áherslu á núna í framhaldinu, og við höfum alltaf gert frá því núna eftir kosningar, er að við viljum að sé mynduð ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum stöðugleika, félagslegum stöðugleika og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Lilja.Mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt Hún sagði Framsókn hafa viljað fá Viðreisn og Flokk fólksins með í viðræður flokkanna fjögurra til að breikka þær en formennirnir fjórir hafi á endanum ákveðið að setjast niður og fjölga ekki í hópnum. „En við höfum verið á því í Framsóknarflokknum að það sé mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt. Af hverju segi ég það? Jú, það er vegna þess að við höfum náð okkur efnahagslega nokkuð vel eftir fjármálahrunið en það sem hefur skort í íslensku samfélagi er ákveðin sátt. Sátt um næstu skref er varðar innviðauppbyggingu og hvernig við förum í þessi stóru verkefni,“ sagði Lilja og nefndi meðal annars komandi kjaraviðræður. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti traustari stjórn til að fara inn í kjaraviðræður en ég legg áherslu á að því gefnu þá er er ekki verið að útiloka einn eða neinn af þeim flokkum sem komu að þessu. Staðan er frekar flókin í íslenskum stjórnmálum og það vill þannig til að allir þeir flokkar sem eru kosnir á Alþingi Íslendinga hafa tiltölulega breiðan hóp á bak við sig. [...] Ég er að tala um að ríkisstjórnin endurspegli breiðan hóp fólks og það þarf ekki endilega að vera þannig að það séu margir flokkar heldur að það séu mismunandi sjónarmið sem mætast í þessari ríkisstjórn,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort það væri raunhæfur möguleiki að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sagði Lilja: „Ég held eins og staðan er að þá er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur. [...] Ég sé þann möguleika jafnvel og líka fleiri möguleika.“Viðtalið við Lilju í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir stöðuna í íslenskum stjórnmálum þannig að ekki sé hægt að útiloka eitthvað tiltekið mynstur þegar kemur að myndun ríkisstjórnar. Einn möguleikinn sé þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Þá hafi Framsóknarflokkurinn verið í stjórnarmyndunarviðræðunum með Vinstri grænum, Samfylkingunni og Pírtöum en flokkurinn sleit viðræðunum í gær. Ástæðan er tæpur meirihluti flokkanna fjögurra en þeir eru saman með 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta á þingi. Lilja ræddi stöðuna í pólitíkinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Staðan er sú að það slitnaði upp úr þessu í gær eins og allri þjóðinni er kunnugt um. Það sem við leggjum áherslu á núna í framhaldinu, og við höfum alltaf gert frá því núna eftir kosningar, er að við viljum að sé mynduð ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum stöðugleika, félagslegum stöðugleika og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Lilja.Mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt Hún sagði Framsókn hafa viljað fá Viðreisn og Flokk fólksins með í viðræður flokkanna fjögurra til að breikka þær en formennirnir fjórir hafi á endanum ákveðið að setjast niður og fjölga ekki í hópnum. „En við höfum verið á því í Framsóknarflokknum að það sé mikilvægt að næsta ríkisstjórn sé breið og það ríki um hana sátt. Af hverju segi ég það? Jú, það er vegna þess að við höfum náð okkur efnahagslega nokkuð vel eftir fjármálahrunið en það sem hefur skort í íslensku samfélagi er ákveðin sátt. Sátt um næstu skref er varðar innviðauppbyggingu og hvernig við förum í þessi stóru verkefni,“ sagði Lilja og nefndi meðal annars komandi kjaraviðræður. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti traustari stjórn til að fara inn í kjaraviðræður en ég legg áherslu á að því gefnu þá er er ekki verið að útiloka einn eða neinn af þeim flokkum sem komu að þessu. Staðan er frekar flókin í íslenskum stjórnmálum og það vill þannig til að allir þeir flokkar sem eru kosnir á Alþingi Íslendinga hafa tiltölulega breiðan hóp á bak við sig. [...] Ég er að tala um að ríkisstjórnin endurspegli breiðan hóp fólks og það þarf ekki endilega að vera þannig að það séu margir flokkar heldur að það séu mismunandi sjónarmið sem mætast í þessari ríkisstjórn,“ sagði Lilja. Aðspurð hvort það væri raunhæfur möguleiki að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins sagði Lilja: „Ég held eins og staðan er að þá er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt mynstur. [...] Ég sé þann möguleika jafnvel og líka fleiri möguleika.“Viðtalið við Lilju í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36 Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00 Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. 6. nóvember 2017 17:36
Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. 7. nóvember 2017 06:00
Vaktin: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45